föstudagur, júlí 11, 2008

Svart og hvít

Mamma hló mikið í gær þegar hún fékk okkur bræðurnar eftir fótboltanámskeiðið hjá Fylkir (ekki áfram FYLKIR áfram KR eða FRAM)...okey jú líka smá áfram FYLKIR.
í fyrstu vildi Egill Orri ekki fara með okkur en þegar pabbi sagði við hann að Helga myndi örugglega kaupa fyrir okkur ÍS og fótboltamiða þá kom Egill rólega út úr bílnum.

Þá lögðum við á stað í leit af þessum yndislegum fótboltamiðum...(held reyndar að mamma hafa verið orðin svolítið þreytt á okkur....áttum rosalega erfitt með að vera sammála....NOTA BENE það er ekkert nýtt). En eftir mikla leit fann mamma þá á N1 upp í Árbæ og þegar Egill fékk miðana þá vildi hann bara strax heim ég var nú ekki alveg sammála því en Egill stóð á sínu. Þannig eftir að hafa keyrt um allan bæ og ég meina allan bæ fór Egill heim eitthvað ósáttur og leiður en við mamma fórum í kringluna og keyptum í matinn og fórum svo heim og lékum okkur aðeins og fórum svo að sofa....

Við buðum Egill Orra að koma til okkar í kvöld og hafa kósý kvöld með okkur þannig að það kemur í ljós hvernig það fer...

Heyrumst...

Engin ummæli: