fimmtudagur, júlí 10, 2008

Ég er komin heim

Ég var svo glaður að sjá hana mömmu mína.....ég hljóp til hennar þar sem hún sat í sætinu sínu í vinunni og var reyndar að tala við einhverja konu en mér var nú alveg sama með það. Svo þegar konan fór knúsaði mamma mig og kissti þar til að ég sagði: mamma nú er komið nóg þú eyðileggur málinguna á mér....(fékk sem sagt andlitsmálingu í gær á fótboltanámskeiðinu)..

Svo þegar við komim heim fór ég hjálpa Hilmari mínum og Árna mínum að taka ruslið úr bílskúrnum og sá um að telja allar dósirnar sem Árni er búin að vera duglegur að safna. Svo fórum við strákarnir til Sorpu og létum þetta allt flakka.. :)

Þegar við komum svo heim hafði mamma gamla bara steinsofnað í sófanum inn í stofu... thí htí.... mér fannst það mjög fyndið og gerði mikið grín að mömmu. Mamma fór svo bara upp í rúm og hélt áfram að sofa....En áftur á móti fór í nýja baðið sem Hilmar og Árni voru búinir að gera og var þar í heilan klukkutíma...fór svo upp í rúm og steinsofnaði....Var sofnaður kl. 9:30
Enda var ég ekkert smá hress í morgun...Söng fyrir mömmu og var mjög duglegur að koma henni af stað.... :)

Heyrumst fljótlega...Eitt en ..... Innilega til hamingju með daginn í gær Rob frændi...

Engin ummæli: