miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Skrítni þriðjudagurinn minn

Ég er að verða stóri hálf bróðir....Pabbi og Sigrún eiga von á einum eða einni í febrúar....Innilega til hamingju pabbi og Sigrún.

Búin að hafa yndislega viku hjá ömmu Oddný og Úlla afa...Búin að kynnast fullt af fólki og sá alveg um að stjórna öllu heimilinu.... Afi maggi kom til okkar á sunnudaginn og gisti eina nótt með Rúnu sinni og þau höfðu einstakt veður og góðan félagsskap frá okkur.. :)

Átti erfitt með að vakna í gær morgun þar sem ég var svolítið þreyttur en eftir að ég var búin að fá blóðnasir og (úpppppps pissa í mig) ákvöðum við mamma að skíra þennan dag bara minn skrítna þriðjudag.....En á lokum dagsins var hann bara orðin góður...

Takk fyrir allt amma og afi þið eru alveg einstök sjáumst sem fyrst.....og Egill Andri Takk fyrir að svæfa mig öll kvöld...

Heyrumst fljótlega...bestu kveðjur frá Mér til YKKKKKKKKKar... Matti patti.

Engin ummæli: