Jæja gott fólk ég er komin í jólafrí.....(aðeins fyrr en aðrir krakkar í bekknum).
Mamma og Hilmar eru búin í prófum þannig að við ætlum að koma okkur suður og svo á Strandirnar til ömmu og afa.....ég get ekki beðið.
Ég var reyndar svo rosalega heppin um helgina, Sigrún (vinkona hennar mömmu) og dóttir hennar Kristín Sara komu til okkar. Þeir ætla að vera hjá okkur um helgina og hafa það kósý....
Í gær fórum við í sund og svo var kósý kvöld. Ingibjörg (barnapía) kom og passaði okkur þar sem mamma, Sigrún og Ingibjörg fóru út að borða. Okkur leiddist nú ekki!
Svo í dag fór Sigrún með okkur 2 á skíði. Við vorum alveg rosalega dugleg.
Í kvöld ætlum við öll bara að hafa það kósý, spila og fá okkur eitthvað gott að borða. Á morgun fer ég svo með þeim mæðgum suður og þar mun hann pabbi minn sækja mig. Ég er nefnilega að fara á jólaball með honum og fjölsk.
Þannig að það má segja að það sé nóg að gera hjá mér!! Ég er svo rosalega heppin.
knús og heyrumst
Engin ummæli:
Skrifa ummæli