sunnudagur, október 19, 2008

Kósý helgi með mömmu!

Já við mamma höfðum alveg yndislega helgi. Hilmar okkar fór suður til að hjálpa ömmu Oddnýu og fjölskyldu með húsið hans langafa. (sem er látinn)....
Á föstudaginn þá kom Ingibjörg til okkar og við leigðum Iron man....(mamma var nú alveg á mörkunum að leigja hana en hún gaf eftir!!!!)....
Þar sátum við þrjú í sófanum og Matti minn í miðjunni...og það var sæng notuð ef mömmu leist ekki alveg á atriði sem ég ætti ekki sjá!!!...
Svo fórum við mæðginin bara snemma að sofa eða þannig...kl.11:30 eftir að spilað nokkur spil...(þjóf) og Hann Matti minn malaði mig algjörlega...

Á laugardeginum fór við smá bíltúr með Ingibjörgu og svo tókum við Róbert í bíó. Okkur fannst það nú ekki leiðilegt. EN þegar við komum heim og mamma var búin að fara út að hlaupa þá vorum við vinirnir búinir að fá nóg af hvor öðrum.....that´s live...
Þannig að mamma elda bara pasta fyrir mig og svo fór ég bað og svo horfðum við á Simson og svo Latibæ.....Eftir það fór ég inn í herbergi að leika mér og mamma horfði á einhverja stelpu myndir....má nú alveg segja hún var alltaf að skipta á milli stöð 1 og stöð 2 eins og vitleysingur...... Ég endaði svo hjá henni og horfði á restina á myndina How to loose a guy in 10 day´s....ég skildi ekki neitt...enda fór ég bara svo upp í rúm til mömmu og fór að sofa...

Svo í dag...vorum við mamma bara rólega fyrir hádegi þar til að hún sá til þess að ég myndi nú fara út að fá mér ferskt loft...áður en ég myndi læra... Ég fór til Matthías vinar minns og var þar frá 12 til 18 .... Mamma hans bauð mér í sund og svo fórum við vinirnir í jólahúsið....Þannig að það má alveg segja að mamma fékk að slappa af og ég skemmti mér konuglega...hehe

Jæja núna ligg ég sofandi í mínu rúmi þar sem Hilmar kom heim í kvöld....Og hlakkar bara til að mæta í skólan á morgun..

ps. Pabbi ég reyndi að hringja í þig alla helgina en enginn svaraði....Þú mátt alveg heyra í mér...

pss. Ég svo flottur að srákarnir í KA eiga engan séns í mig...!!!

Engin ummæli: