Í morgun vaknaði ég kl. 6:58 rosa spenntur þar sem það var hjóladagur í leikskólanum. En svo gerðist það leiðlega að ég fékk mitt fyrsta astma-kast og eftir það var ég komin með smá hita þannig að mamma sagði við mig að leggjast niður og slaka aðeins á þar til að hún væri búin í fyrsta tímanum sínum, þá kæmi hún heim og myndi sjá hvernig ég væri og hvort ég gæti farið þá í leikskólan þar sem mig langði svo roslega að fara, minna má nú vera hvað ég var spenntur(fæ bara astma kast af spenningi). En þegar mamma kom heim eftir 1 1/2 þá var ég stein sofandi og með 39 stiga hita þannig að ég var ekki á leiðinni í skólan á hjóladaginn mikla.
En núna er kl. að verða 4 og mér líður miklu betur, veit reyndar að LÖGGAN ætlar að koma í heimsókn á morgun kl. 10 þannig að ég geri allt til að ná þessu úr mér hvað sem þetta er!!! Reyndar sagði Snjólaug leikskólaskólastjóri við mömmu ef ég kæmi ekki morgun hvort það væri ekki allvegana í lagi að ég kæmi kl. 10 bara til að hitta löggurnar þar sem ég er búin að bíða eftir þeim alla vikuna....Hún er svo yndisleg við mig!!
Ætla að leggja mig núna með mömmu...heyrumst bráðlega..knús Matti patti.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli