sunnudagur, apríl 29, 2007

20 stiga hiti á AKUREYRI..

Viti menn þessi helgi er búin að vera alveg geðveik. Ég er bara búin að vera í stuttbuxum og úti að leika mér. Ég man nú ekki eftir því að hafa geta gert það svona snemma í Reykjavík áður en ég er allavegana rosaleg ánægður.

Mamma og ég fórum til Ásdísar á laugardaginn og gistum eina nótt. Mamma var á hótelinu að læra á meðan ég var að leika við Elvar Goða og Önnu. Málið var að mamma er að vara í 6 próf núna í næstu viku þannig að það er nóg að gera hjá henni en hún vildi endilega koma í Mývantssvetina til að skipta um umhverfi og svo að ég gæti leikið mér.
Eins og alltaf var tekið rosalega vel á móti okkur og hugsað vel um okkur. Enda er alltaf gott að koma til Ásdísar og Ragga. (alveg einstök hjón....)

Svo komum við heim í dag á Akureyri og þar var 21 stiga hiti og mamma þurfti því miður að fara að læra en ég og Hilmar fórum út í Zorro leik og svo út að hjóla...

Mér er farið að hlakka til að fara til pabba gamla og Sigrúnar... um næstu helgi, það má alveg segja að ég sé mjög heppin drengur og fullt af fólki elskar mig. ..... Hlakkar til að sjá ykkur!!

Mamma fór í foreldraviðtal í síðustu viku og viti menn ég stend mig bara mjög vel. Fóstrunar eru mjög ánægðar með mig og svo ánægðar að ég er að fara á stóru deildina..
Mér gengur svo vel að læra stafnina og er meira segja farinn að pæla í stærðfræði...(snillingur!!)

Afi Maggi kemur eftir 2 vikur þegar mamma er búin í prófum þá verður rosa gaman, hlakkar mikið til að sýna honum alla nýju vinina mína og svo er hann búin að lofa mér að fara í sund.

Jæja eins og þið heyrið þá gengur alveg rosalega vel. Ég er rosa sáttur og hlakka bara mikið til þar til nýr dagur kemur á Akureyri.

Koss og knús frá Mömmu og Hilmari... sjáumst hress bráðum....

Engin ummæli: