En og aftur er ég farinn suður...als ekki miskilja mig mér finnst þetta alltaf jafn gaman að fara í flugvél og hitta pabba minn, Sigrúnu mína og BESTA BRÓÐIR Í HEIMI hann Egill minn. Og meira segja pabbi flaug með mér í þetta sinn, hann var á einhverjum fundi hérna fyrir norðan.
Ég sem sagt verð núna fyrir sunnan þar til á fimmtudag og þá fer ég norður en ekki norður á Akureyri heldur á Hólmavík (reyndar lengra en það).....það mikið búið að verið að ræða þetta hvort ég sé að fara vestur eða norður..Hilmar segir alltaf norður þegar hann er að fara heim en mömmu finnst þetta vera vestur en ég held að Hilmar minn vita þetta betur en mamma þar sem mamma hefur nú aldrei verið góð í landafræði..hehe.
Ég er sem sagt að fara heimsækja mömmu og pabba Hilmars. Og vitið þið hvað??? Það á að gefa mér lamb og meira segja það svart...það er nú ekki margir sem geta sagt að þeir eigi lamb. Svo um helgina munu mamma og Hilmar koma og hitta mig.
Mamma klárar prófin sín á föstudaginn.....þetta er búið að vera langt og erfitt tímabil hjá mömmu en ég er búin að vera alveg rosalega duglur að hjálpa henni í gegnum og ekki má gleyma Hilmari..
Jæja heyrumst bráðlega.....læt ykkur vita hvernig þetta ferðalag fór hjá mér...
ps. Mamma gangi þér vel í prófunum...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli