Það var nóg að gera hjá mér um helgina... Ég var svo heppin að mamma og Hilmar gáfu mér Playstation 2 og hef ég verið að leika mér smá í því. Svo á laugardeginum komu Bergvin, Anna, Ísak og Karen í heimsókn og þau gistu öll hjá okkur. Það var rosa mikið fjör á bænum. Við vorum rosalega dugleg að vera úti að leika okkur og sofnuðum öll snemma um kvöldið....en það má líka alveg segja að við vöknum snemma...(klukkan 7 ) mömmu og Hilmari til mikilar skemmtunar..... Á sunnudagskvöldið sofnaði ég mjög hratt enda mjög þreyttur eftir langa og skemmtilega helgi.
Hérna koma nokkar myndir frá því um páskana og svo af okkur 4 sofandi.....Það vantar mynd af Karen en hún svaf hjá mömmu.
Matti sæti..
Matti sæti Matti og fjarstýriðibíllinn hans sem Hilmar gaf honum.
Bergvin og Ísak
Ég og Anna...(maður byrjar snemma...hehe)
5 ummæli:
Úps ég eyddi óvart kommentinu!! Hér kemur þetta aftur:
Hæ Matti! Þú hefur aldeilis skemmt þér vel um páskana! Mikið eru myndirnar flottar og gaman að það séu núna fullt af krökkum í kringum þig;)
Kk. Emilie
Takk Emilie mín. Ég vona að ferðin heim hafi verið góð. Sjáumst nú bráðlega...Knús Matti patti
Hæ hæ Matti, æðislegt að heyra að það sé svona gaman hjá þér. Alltaf nóg að gera og þú bara búin að eignast fullt að nýjum vinum ÆÐISLEGT. Hlakka til að sjá ykkur í sumar kiss kiss og knús XXX Hanna María og co.
Hanna okkar hvernær ætlið þið að koma...við söknum ykkar mikið!!!
KNÚS FJÖLSKYLDAN Á KELTTASTÍG 2
Skrifa ummæli