Jæja gott fólk.... nú erum við komin suður eftir góða önn fyrir norðan. Mamma búin með prófin og Hilmar líka (reyndar hann löngu búin, hann er í einhverju sem heitir LOTU kerfi...) og núna erum við fjölskyldan í jólafrí hjá afa Magga.
Mamma er reyndar aðeins að vinna hjá VISA...okey VALITOR......á meðan ætlum við Hilmar aðeins að skella okkur til ömmu Oddný og Úlla afa fyrir norðan á Krossnesi.. Það á eftir að vera svo yndislegt...
Helgin hjá mér var nú yndisleg...fór til pabba og fékk að fara á JÓLABALL....
Heyrumst bráðlega, þegar ég kem til baka frá Krossnesi.
2 ummæli:
Elsku fjölskylda!
Mikið hlínaði mér um hjartaræturnar að sjá myndina af henni ömmu Tobbu. Ég get allavega sagt þér Matti að hún var aleg einstök kona og ég á margar góðar minningar af henni, og ég skil vel að hennar sé sárt saknað!
En svo verð ég að segja að þú ert ekkert smá hugrakkur að syngja svona í englakór fyrir framan fullt af fólki - það eru sko ekki allir sem treysta sér í svoleiðis - gott hjá þér!
Ég óska ykkur allra annars mjög svo gleðilegra jóla og vonandi verður gott að eyða jólahátíðinni í stórborginni, hehe.
Kær kveðja, Jóhanna Svala
Elsku Jóhanna okkar og fjölskyld..
Rosalega er gaman að heyra í ykkur. Anna var að segja okkur að það er að bætast í hópinn hjá ykkur. Innilega til hamingju með það.
Við höfum það rosa gott hjá afa hérna í RVÍK. Ætlum að vera hjá honum yfir jólin svo förum norður aftur 2. janúar sem verður nú gott!
Vonandi sjáumst við eitthvað, ef ekki þá hafið þaið það allra best um jólin..og við reynum að hitta ykkur sem fyrst!
Skrifa ummæli