fimmtudagur, júní 14, 2007

Sund og Leikskólinn

Í gær fórum við mamma í sund og það má alveg segja að ég hafi haldið upp fjörinu í klefanum þegar við vorum að fara heim. Það voru þrjár stelpur á sama stað og við vorum og þær hlógu og hlógu allan tíman.....af mér meðan ég var að tala við mömmu mína...ég samt tók ekkert eftir því ég var svo upptekin af sjálfum mér.

Svo í morgun þegar við fórum í leikskólan þá ákveðaði mamma að spyrja stelpurnar á deildinni hvernig gengi hjá mér þar sem ég er nú ný byrjaður á Engjarós. Jú þær eru alveg rosalega ánægðar með mig. Ég bara blómstra og rosa duglegur og góður. Reyndar kom upp eitt dæmi í fyrra dag en ég skil núna alveg hvað ég gerði rangt......sko!!!
Ég í mínu sakleysi var að úti að leika mér og þurfi að pissa en ég bara sá ekki tilgang að hlaupa hringinn þar sem við vorum hinum megin við leikskólan, ákveðaði ég að pissa bara í grasið. Eins og maður gerir í sveitinni! En það er víst ekki alveg leyfilegt á leikskólanum....úppps!! Ég sagði bara að ég og Egill bróðir hefðum gert svona um helgina og pabbi hafi sagt þetta hafi verið í lagi...hvað er hagt að segja við því???hehe
En svo skildi að þetta er bara leyfilegt í sveitinni og þegar maður er í útileigu...

Engin ummæli: