þriðjudagur, júlí 31, 2007

GAMLIR STRÁKAR!!

Egill: Hilmar hvernær ætlið þið Helga að flytja suður?
Hilmar: Ekki alveg strax
Egill: Nú??
Hilmar: Við ætlum að klára námið okkar
Egill: EN þegar þið komið suður þá getið þið búið heima hjá okkur!
Matti: NEIIII
Egill: Víst, það hafa 5 mans búið hjá okkur
Matti: það er ekki pláss fyrir mömmu....
Egill: Nú??
Matti: Sko hann pabbi minn elskar ekki lengur Mömmu....(en það er samt pláss fyrir Hilmar)
Egill: Já hann elskar núna mömmu....
Hilmar: Já strákar mínir....( hlær með sjálfum sér )

Þeir hafa þetta nú alveg á hreinu þessir strákar....

Þessir tveir gamlir kallar voru hjá okkur um helgina og það má alveg segja að þeir séu eins og gamlir kallar......að hlusta á þá er alveg kostulegt.
Það var mikið gert um helgina. Við fórum í sveitina (Auðbrekku) svo fórum við til Dalvíkur og einnig höfðum við það bara rosa kósý heima....

Reyndar á sunnudagskvöldið þegar við vorum að bíða eftir pabba og Sigrúnu þá vorum við svolítið þreytir og pirraðir gátum þess vegna ekki alveg verið sammála um (eins og oft sem áður) um hvaða mynd við ætluðum að horfa á þannig að ég fór inn í mitt herbergi að horfa á eina mynd og Egill inn í mömmu og Hilmars herbergi og horfði á aðra mynd...við erum yndislegir...FINNST YKKUR EKKI???

Engin ummæli: