sunnudagur, september 09, 2007

Réttirnar

Jæja eftir aða hafa liggið heima i viku með með mikinn hita þá fékk ég að fara í réttirnar með mömmu og Hilmari. Við fórum heim á Krossnes. Þeir sem vita ekki hvar það er mæli ég með því að þið leitið það upp..(mamma var ekki einu sinni fyrst).. Þetta tók sinn tima að koma okkur þangað en á endanum komust við og við tók okkur heil stór fjölskylda. Það var alveg yndislegt. Ég fékk að sofa hjá ömmu og afa (vildi ekki sjá að sofa í herbergiu hjá mömmu og Hilmari). Og svo strax á laguardagsmorguinin þá fórum við í leitir og smalamennsku. Reyndar fór Árni Geir frændi og og nokkkrir aðrir í leytir svo fór Hilmar og aðrir og svo fórum við. Þetta var algjört ævintýrir!!!! Fyrst var ég nú smá smeikur við þær en svo lagaðist það mjög fljót og fór bara á bak á þeim með hjálp Eyfa og Hilmars. Það má alveg segja að þetta var dagur í lífi mínu sem ég mun seint gleyma!!!

Í dag fórm við bara seint á fætur enda alltir þreyttir og svo fórum við í sund, nema að þessi laug er bara ekki neitt eðilega laug hún er bara við sjóinn sem er bara algjör perla. Eins og allur þess staður er!! Við eigum efitir að koma aftur hingað næsta haust......og næsta og næsta.

En núna ligg ég stein sofandi með ömmu Oddný upp í rúmi við vorum bæði orðn svo rosalega þreytt.....
TAKK ALLIR FYRIR YNDISLEGAN DAG....SJÁMST HRESS OG KÁT NÆST.

Engin ummæli: