Það svolítið langt síðan að hún móðir mín skrifaði síðast en betra seint en aldrei! ( held reyndar að hún móðir mín nota þessa setningu einum of oft) Nóg með það ég sem sagt fór að láta skoða háls og nef kirtlana mína þar sem mikið hefur verið hvartað yfir því hvað ég hrjóti hátt og það sé ekki svefn friður á heimilinu.....veit nú ekki alveg hvað fólk er að kvarta yfir ég sef alltaf svo vel!!!
Eftir að læknirinn var búin að skoða bæði eyru,háls og nefið mitt þá sagði hann að ég væri bara stór og hraustur strákur en kirtlarnir væru nú aðeins of stórir en ættu að fara að minnka núna með aldrinum. En ef ég hætti ekki að hrjóta svona hátt og mikið í haust þá þarf ég að fara aftur til hans og þá ætlar læknirinn að taka kirtlana....gaman gaman..(eða þannig!)
Svo sagði hann bara við mömmu ef þetta er eitthvað að pirra heimilisfólkið þá getur það bara farið næsta apótek og keypt sér eyrnatappa!!! (sem mér fannst bara mjög góð lausn...hehehe)
Svo þegar við vorum að fara þá fékk ég verlaun og ekki nein smá flott verlaun!! Ég fékk SÚPER DÚPER FLOTAN BÍL.
Svo sagði ég við læknirinn takk innilega fyrir þetta var einmitt bílinn sem mig vantaði hann er SÚPER DÚPER FLOTUR!!
Annarrs var dagur bara góður. Fór svo í leikskólan og fékk að hjálpa til með að leggja á borð fyrir hádegismatinn. Maggi afi átti að sækja mig í dag sem hann og gerði eftir að gleyma því fyrst. Hann kom heim og mamma sagði við hann hvar er Marteinn og hann horfði bara á mömmu hljóp út og brunaði af stað og náði í mig. Mamma geriri ekkert annað núna en að stríða afa með þessu!
Jæja heyrumst bráðlega Sonja mín....knús og kossar.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli