mánudagur, apríl 10, 2006

Ferming

Í gær fór ég í fermingaveislu hjá honum Ágústi frænda mínum. (Til hamingju með daginn Ágúst minn!) Veislan var rétt að byrja þegar fermingabarnið og frænka okkar hún Þórdís voru með smá "SHOW" sem sagt hann spilaði á bassa og frænka okkar á píanó og allir sungu undir. Nema það að ég var bara ekki alveg sáttur að vera ekki í sviðsljósinu þannig að ég fór bara upp til frænku minnar sem var að spila og sagði við hana ég vildi vera með!!!! Sem öllum fannst nú svo sætt þar sem ég var nú svo sætur og spurði svo fallega. Þannig að "SHOWIÐ" hélt áfram og með mér sem einsöngvara( svona næstum því, thí thí) . Ég söng eins og söngfugl og fermingabarnið spilaði á bassa sinn og Þórdís frænka á píanóið. (ég fékk líka að ráða síðasta laginu, sem var: Sól,sól skín á mig.)

Viti menn ég var aðal-stjarnan! (sem er nú ekkert nýtt).

ps. Mamma enga kranskaköku.......hún var ekki alveg sátt við það!! úpps!

Engin ummæli: