Það má segja að ég hafi farið á smá "SÚKKULAÐITRIPP" um þessa páskahelgi. Ég var fyrst hjá honum pabba mínum svo fór ég til mömmu minnar á páskadag eftir að hafa borðað eitt númer 4 páskaegg og það fyrir kl. 10. Pabbi kom með mig upp í bústað og það má segja að ég hafi verið mjög "hress".
Eftir að ég var búin að leita af eggjunum sem ég og mamma vorum búin að mála fyrir nokkrum dögum þá fékk ég "PÚKA" egg í verlaun. Afi var rosa duglegur að gefa mér súkkulaði og fá sér líka. Mamma var reyndar ekki alveg nógu hress með það, þar sem hún viss hvaða afleiðingar myndu verða!!!! En honum afa mínum fannst þetta svo gaman og gott. En þegar klukkan var að fara ganga 22:00 þá var hann farin að sjá eftir öllu þessu súkkulaði en þetta endaði allt saman að lokum kl. 22:47 eftir að afi var búin að þreyta mig með miklum æfingum í anda Latibæ. Hann var sem sagt "Borgarstjórinn" og ég var "Íþróttarálfurinn". Við vonandi lærum af þessu afi fyrir næstu páskahelgi!! hehe
Engin ummæli:
Skrifa ummæli