Viti menn hún móðir mín fann mig ekki í morgun. Ég lá ekki hliðin á henni eins og vanalega og ekki heldur í rúminu mínu (þar sem ég á að vera skv. mömmu minni). Nei viti menn ég var búin að koma mér fyrir upp rúmi hjá honum afa mínum án þess að hann vissi einu sinni af því.
Málið var í gærkveldi þá hafði mamma sagt við mig að ég þyrfti nú að sofa í mínu rúmi þar sem ég væri nú að verða 4 ára.....( hvenær ætlar hún að gefst upp???). Ég var nú ekki alveg sáttur þannig að mamma gerði samning við mig að ég mætti sofna í hennar rúmi en svo myndi hún færa mig yfir í mitt rúm og ég ætti að vakna í mínu rúmi en ekki hennar sem ég samþakkti!! Þegar mamma var búin að færa mig og það var liðið á nóttina þá datt ég framúr og var ekki mjög sáttur!! (var reyndar mjög reiður.)
Matti: mamma: ég sagði þér það að ég myndi sofa betur í þínu rúmi!
Mamma: svona nú Matti minn þetta verður allt í lagi...
Matti: nei! Ég vissi að ég myndi detta og ég ætla núna að sofa í þínu rúmi...
Mamma: allt í lagi ástin mín...( þreytt og langði bara að fara sofa)
Og þar sem ég var búin að gera samkomulag við hana móðir mína um ég ætti ekki að vakna í hennar rúmi og ég var ekki sáttur við mitt rúm ákveðaði ég að prófa bara afa rúm!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli