sunnudagur, apríl 09, 2006

Helgin okkar mömmu!

Helgin hjá okkur mömmu hefur bara verið róleg og góð. Kósý kvöldið okkar var á sínum stað, nema í þetta skipti vorum við ekki bara ég og mamma heldur koma Lára vinkona hennar mömmu í heimsókn til að horfa á síðasta IDOL þáttinn. (sem fór illa, sem sagt þátturinn þar sem mamma og Láru héldu með Ínu.)
Í dag fórum við mamma í bíó að sjá ICE AGE 2, það var rosalega gaman. Ég er reyndar búina að ákveða það að fara aftur og aftur með honum pabba mínum á hana hún var svo skemmtilega. (hann líka "nennir" alltaf að fara með með mér aftur og aftur.)
Svo fórum við í göngutúr út á róló með afa, ég var nú reyndar ekki alveg sáttur yfir því hvaða leið afa vildi fara þannig að ég settist bara niður og sagði við afa minn að ég færi bara ekki neitt nema mína leið. Afa ætlaði bara ekki að gefa eftir þannig að þarna stóð hún mamma á milli okkar afa og vissi bara ekki í hvorn fótinn hún átti að stíga!!! En þar sem hún hafði bara engan áhuga að taka þáttu í þessu hjá okkur afa þá fór hún bara sína leið og við enduðum með að elta hana!!!(hver segir ekki svo að konur fá alltaf að ráða öllu!!!)
Eftir göngutúrinn eldaði mamma handa okkur góðan mat og svo lituðum við í nýju litabókinni minni þar til að það var kominn tími til að fara að sofa.

Góða nótt elskurnar mínar....koss og knús

Engin ummæli: