föstudagur, desember 30, 2005

Ferðalagið!

Jæja gott fólk nú er komið að því loksins að ég Marteinn William Sebrahestur fæ að fara til Afriku með mömmu og afa. Nú ligg ég sofandi upp í rúminu hennar mömmu og hef það gott. Svo þegar ég vakna í fyrra málið þá byrjar ballið. Fyrst mun flugja til London og þar þurfum við að bíða í 7 tíma......(svo lítið langur tími en það verður örugglega allt í lagi, mamma reyndar smá stressuð) svo annað kvöld þá munum við flugja til Sunny South Africa.....GAMAN GAMAN.
Ég er búin að vera rosalega duglegur að æfi mig að segja nöfnin á frændum mín. Gengur reyndar mis vel en þetta kemur bara þegar ég er komin út.
Ég er búin að taka loforð af henni móður minni, sem er að það fyrsta sem við gerum er að fara á ströndina.....
Jæja gott fólk hafið það sem allra best á morgun og GLEÐILEGT NÝTT ÁR. Ég mun sjá ykkur eftir 25 daga.
Knús og kossar Marteinn

p.s.s Egill ég sakna þín nú þegar, hafðu það gott á Íslandi og sjáumst vonandi fljótlega.

miðvikudagur, desember 28, 2005

Ekki alveg nógu hress þessa daga!!

Ég var eitthvað rosalega þreyttur og lítill í mér í gær. Við mamma lágum upp í rúmi og vorum að tala saman þegar ég allt í einu fór að gráta. Og mamma spurði mig hvað væri nú að þá sagði ég: mamma! Hann pabbi skilar mér alltaf! (þá hefði Elli komið og sótt hann á leikskólan og komið svo með hann um 6.)
En eftir að mamma hringdi í pabbi og ég fékk að tala við hann og hann lofaði mér að ég gæti verið hjá honum í 2 daga þá leið mér strax betur.
Svo eru nú ekki nema 3 dagar þar til að við förum til Sunny South Africa....gaman gaman. Held reyndar að henni mömmu kvíði smá fyrir. En það á eftir að vera rosalega gaman hjá okkur.

Heyrumst bráðlega....Knús Marteinn Sebrahestur...

p.s Takk Hanna María fyrir sebrahestinn....hann er æðislegur.

mánudagur, desember 26, 2005

Jóladagur

Loksins eru jólin komin og reyndar alveg að verða búin. En ég nú samt alltaf duglegur að seLUgja við hana mömmu mína hvað ég elska hana mikið og hvað ég er stoltur af henni. Ekki það ég veit að hún er ekki minni stolt af mér og elskar mig alveg rosalega mikið. En nóg með ástarjátningar.
Ég kom til mömmu í dag eftir að hafa verið með pabbi og Egill hjá ömmu Gró og afa Villa á aðfangardagskvöld. Það var alveg rosalega gaman hjá okkur mikið að gera. Okkur tveimum fannst nú pakkarnir mjög skemmtilegir enda mjög fljótir að opna þá, þá meina ég alla pakkana! Var ennþá með mikið úthald eftir allt kvöldið og sofnaði ekki fyrr en um 1 eftir miðnæti.
Svo kom ég heim til mömmu minnar um hádegið. Egill og pabbi litu inn í smá heimsókn sem var alveg rosalega gaman. Við eru svo roslega sætir segir hún mamma mín. Þegar hann pabbi gamli var búin að borða ostatertu þá fór þeir Egill og hann upp í Borganes. En hann Egill vildi bara ekki fara frá okkur. Það var svo rosaleg gamana að leika sér. En svo á lokum náðum við honum út í bíl. Ekki það að hann mátti alveg vera áfram hjá okkur en veit ekki alveg hvað mamma hans myndi segja. Veit að hún var farin að sakna hans.
Þegar Egill og pabbi voru farnir þá fórum við mamma að opna nokkra pakka. Ég snerist alveg í hringi. Ég fékk svo flottar gafir. T.d. fékk ég bók frá Láru frænku, lego kall frá Önnu frænku, fiskaspil frá Möttu ömmu og Kalla afa (þau voru líka búin að leggja inn á reikninginn minn) svo fékk ég bíla frá Hólmari og kæju, flugvél frá mömmu og rosalega flottan kappastur bíl frá afa ( veit reyndar ekki hvor okkar er spentari yfir honum). Sem sagt ég fékk rosalega flotar gafair og mig langar að þakka þeim öllum sem gáfu mér svona fallega jóla gjöf: Takk innilega og ég kyssi ykkur við næsta tækifæri.
Það er mikið búið að vera gerast hjá mér þessa daga. Svefnin alveg farin í klessu og ég snýst bara í hringi og reyndar held að hún móðri mín sé farin að gera það saman. Sem betur fer, fer að styttast í ferðina til AFRICU.....þá vonandi getur mamma slakað á......Jæja ætla að fara að sofa núna búin að halda mömmu minni vakandi og kl. er að verða 3. GÓÐA NÓTT ELSKURNAR MÍNAR. TAKK INNILEGA FYRIR MIG OG SJÁUMST BRÁÐLEGA...ÉG ELSKA YKKUR.

föstudagur, desember 23, 2005

Þorláksmessa!

Ég var nú rosalega sætur í morgun þegar ég vaknaði (ekki það að ég er alltaf sætur), ég fór út í glugga og sá að jólasveininn var búin að sitja DVD disk með Latabæ. Ég var svo ánægður að ég hljóp til afa og sagði: afi,afi sjáðu hvað góði jólasvininn gaf mér. Svo fór ég til mömmu og sagði: elsku besta mamma sjáðu hvað ég fékk!!! (voða væminn).
Þar sem það er lokað í leikskólanum í dag þá fékk ég að fara með mömmu í vinunna þar til að hann pabbi minn og Egill komu og sóttu mig. Leið reyndar bara vel í vinunni hjá mömmu þar sem ég eignaðist nýjan vin hann "Reynir minn". Ég fékk að sitja hjá honum og við tveir vorum að leika okkur í tölvunni, rosa gaman.
Núna er ég farin til pabba og við ætlum að fara og finna jólatré í Goðheimana. Heyrumst vonandi fljótlega....GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR.
Knús Matti sebrahestur.

mánudagur, desember 19, 2005

Egill Orri komin heim!

Hann bróðir minn kom heim síðasta laugardag frá Svíþjóð. Þegar hann og pabbi komu á sunnudaginn og sóttu mig til að fara á jólaball í sunnudagskólanum var ég rosa glaður. Ég hljóp til hans og tók utan um hann og sagði: Egill minn ég er búin að sakna þín svo mikið.
Það var rosalega gaman hjá okkur þar til þegar við tveir og pabbi vorum að fara út og pabbi setti á mig trefil. Þá sagði ég:
Matti: "Pabbi" Þú ert að sitja trefil á mig eins og konur eru með!
Pabbi og Egill sprungu úr hlátri
Matti: Þetta er ekki fyndið ég er með trefil eins og kona! (grátandi)
Svo koma mamma og sótti mig, ég var fljótur að fara út í bíl þar sem ég var bara sár út í pabba og Egill.
Svona er þetta líf!

Bursta tennur.

Á föstudaginn fékk ég að sofa hjá Möttu ömmu sem er nú mikið sport fyrir mig. Þegar við amma fórum að sofa þá segi ég svona við hana ömmu mína,
Matti: Amma! ég þarf að bursta tennurnar mínar
Amma: En mamma gleymdi að sitja tannbursta þinn með!
Matti: Já en amma ef ég bursta ekki tennurnar þá detta tennurnar úr mér
Amma: Ja það er nú ekki gott, farðu til afa (sem var inn á baði) og hann hjálpar þér.
suttu síðar....aftur upp í rúmi.
Matti: Amma ekki gleyma segja bænirnar
Amma: Alveg rétt (bíður eftir að Matti byrjar að segja þær, ekki alveg viss hvaða bæn á að segja)
Matti: Amma byrjaðu!!!
Amma: Hvaða bæn á amma að segja?
Matti: Þessa sem ég og mamma sögðum í gær
Amma: (hugsar) Faðir vor....
Eftir bænina......ætlaði amma að fara sofa....ENNNN
Matti: Amma við erum ekki búin!
Amma: NÚ?
Matti: Já eftir að segja TAKK fyrir....
Amma: Ok... Takk fyrir....

Loksins sofnaði ég eftir þessa allt þetta....og amma bara uppgefin! :-)

föstudagur, desember 16, 2005

Jólagafir

Hvað langar mig í jólagjöf í ár?

1) Rafknúinn bíl
2) Spidermandót
3) Legodót
4) Galdrabókina
5) Latabæ DVD
6) Risaeðlu
7) Rafstýrðan bíl
8) Þyrlu
9) Flugvél (stóra)
10) Birta og Bárð
............................................og fullt meira. Ég skipti alltaf um skoðun þegar ég er að horfa á auglýsingarnar, vá það er til svo margt flott!!!

miðvikudagur, desember 14, 2005

Í skóinn!

Móðir mín er nú ekki rosalega ánægð með mig þessa daganna. En hún kannski hefur "smá" ástæðu til þess. Málið er á mánudagasmorguninn þegar við vöknuðum þá segir mamma við mig hvort ég vilji nú ekki vakna og sjá hvað jólasveininn hafi nú gefið mér í skóinn! (er ekki alltaf sá fljótasti á morgnanna og heldur ekki sá hressasti, þarf minn tíma). Jújú ég fer út í glugga en ég var bara als ekki sáttur! Jólasveininn gaf mér Lego Kall á hjólabretti og mig langaði bara als ekki í hann. Henti því honum í gólfið og sjálfum mér með og fór að væla yfir því að ég vildi þyrlu en ekki einhvern "KALL". (hvað varð um uppeldið????).
En allavegana þá tók hún mamma mín þessarri hegðunni minn ekki neitt rosalega vel og ég fékk alveg að vita af því.
Svo á næstu nótt þá svaf ég hjá honum pabba mín þar sem hún móðir mín var föst í útlöndum (Vestmanneyjum). Og þegar ég vaknaði þá kíkti ég í skóinn minn sem hann pabbi minn hafði búið til og viti menn ég fékk appelsínu og ég var svo rosalega ánægður með hana. Þegar hún mamma hringdi um morguninn þá spurðu hún mig ég hvað ég hefði nú fengið í skóinn, þá sagði ég við hana rosa glaður "mamma" ég fékk appelsínu.
Mamma: Ertu ekki glaður yfir því? (mjög hissa þar sem hún hélt að pabbi myndi sitja kartöflu, en pabbi gamli gaf mér 1 séns).
Matti: Jú alveg rosalega en mamma þetta er MATUR!!!

sunnudagur, desember 11, 2005

Snillingur!

Það er búið að vera mikið að gera hjá mér og mömmu minni þessa helgi. Á föstudaginn var kóský kvöld, sem mér finnst alltaf gaman af þar sem ég fæ alltaf eitthvað smá nammi og gos.
Á laugardeginum þá vöknuðu við mamma um 9 sem í mínum huga er að sofa út en reyndar held að hún móðir mín hafi alveg vilja að sofa lengur. En þar sem ég er mjög ákveðin drengur og á mjög erfitt að taka nei fyrir svar þá fór mamma með mér á fætur og við fórum út að leika okkur smá stund og svo fórum við í bíltúr til að kaupa "pipparkökuform" því að við ætluðum að fara baka pipparkökur(augljóslega). Sem gekk nú bara vel þar til að hún móðir mín var stoppuð af LÖGGUNNI!!! Já viti menn hún móðir mín var tekin fyrir ofhraðan akstur með mig í bílnum, ekki gott!
En það fór nú ekki eins illa og þið kannskið haldið því að ég er algjör snillingur!! Málið var þegar löggan stoppaði okkur fórum við inn í bílinn hjá löggunni sem mér fannst nú ekki leiðilegt, var reyndar eitthvað smeikur fyrst en það reddaðist nú þegar lögreglumaðurinn fór að tala við mig. Svo spurði hann mig hvað ég héti og ég sagði: Marteinn William Sebrahestur! (greinilega vissi lögreglumaðurinn hvað ég meinti því að hann sagðist heita maggi mörgæs, greinilega búin að sjá Madagascar myndina). Ekki leið á löngu að ég var bara búina að vingast við löggurnar tvær sem voru mjög skemmtilegar og góðar. Og reddaði mömmu frá því að fá sekt!! Ég er algjör SNILLINGUR!
Ég er samt duglegur núna að passa það að hún móðir mín keyri núna ekki of hratt. Ég reyndar helda að hún passi sig núna því að maggi mörgæs skammaði hana svolítið.
Ef þetta ævintýri fórum við mamma heim og bökuðum pipparkökur. Var reyndar alveg rosalega duglegur að skreyta eldhúsið af hveiti, mömmu til ánægju (NOT).
Svo kom hann pabbi minn og sótti mig þar sem hún amma Gróa átti afmæli (TIL HAMINGJU AMMA). Eftir að við fórum til hennar fórum við pabbi í Smáralindina og sáum Coca Cola lestina, sem var algjört æði.
Gisti svo hjá pabba og svo kom hún móðir mín og sótti mig og við fórum heim, föndruðum smá jólakort og svo fór ég snemma upp í rúma því að ég ætla að fá í skóinn þar sem hann stekkjastaur er að koma í bæinn......HVAÐ ÆTLI HANN GEFI MÉR NÚ Í SKÓINN???? Læt ykkur vita við fyrsta tækifæri...

Góða nótt allir og ég vona ykkar helgi hafi verið jafn skemmtileg og mín. Og munið að keyra ekki of hratt!

föstudagur, desember 09, 2005

Laga til eftir sig!!

Það er alltaf svo gaman að leika sér. Ég er búin að leggja stofuna hans afa undir allt dótið mitt og hún móðir mín er eitthvað að tjá sig um að ég þurfi nú að fara að laga til!! Þar sem Latibær er að fara að byrja. En það gengur bara als ekki vel hjá mér. Er að gera allt annað en að laga til.
Svo hjálpar ekki að það eru alltaf auglýsingar í sjónvarpinu að auglýsa dót úr dótabúðinni og mig langar í allt í "afmælisgjöf"....æji ég meina "jólagjöf"(á stundum til með að rugla þessu saman).
Jæja núna er hún móðir mín að "hóta" mér ef ég laga ekki til strax þá missi ég af "LATIBÆ"....Það er bannað!!!
Gullkorn:
Matti: "mamma" ef ég laga til núna þá verð ég svo þreytur þegar Latibær byrjar og það má ekki!
Mamma: Viltu þá ekki bara að fara að sofa núna!
Matti:NEI! Núna ertu bara grínast.

þriðjudagur, desember 06, 2005

Jólasögur og jólalög!

Nú er mikið að gera hjá mér í leikskólanum, það er verið að undirbúa jólin á fullu þar. Það er mikið sungið af jólalögum og sagt skemmtilegar jólasögur. Ég er alveg rosalega duglegur að segja svo mömmu minni allar sögurnar um hana Grýlu, Leppalúða og jólasveinanna 13.
Það fer nú ekki á milli mála að mér finnist gaman að syngja. Í gær fékk ég að fara með mömmu í búðina að versla í matinn og viti menn ég var bara með jólaskemmtun fyrir viðskiptavinina í búðinni. Keyrði mína litlu kerru um alla búð og söng öll jólalögin sem er búin að læra. Var líka duglegur að sjá til þess að hún móðir mín væri að hlusta á mig með því að segja alltaf "mamma" maður á alltaf að singa hátt og skírt til þess að Grýla og Leppalúði heyra í okkur!
En það voru ekki bara Grýla og Leppalúði sem heyrðu í mér heldur öll búðin, sem reyndar var bara allt í lagi! þar sem ég söng svo fallega!

Á miðvikudaginn fer ég með honum pabba mín og leikskólanum að ná í jólatréið fyrir Vinagerði. Það verður öruggleg mikið fjör. Svo á laugardaginn ætlum við mamma að baka pipparkökur og mála líka nokkrar í leiðinni. Það má segja að það sé mikið að gera hjá mér núna fyrir jólin.

Heyrumst bráðlega!

Gullkorn:
Þóra (leikskólastjóri): Marteinn viltu ekki pissa áður en þú ferð út að leika?
Marteinn: Nei nei, ég pissaði í morgun hjá henni mömmu gömlu!

Maggi afi: Marteinn viltu ekki bara fara með bílinn hennar mömmu þinnar inn í bílskúr?
Marteinn: "AFI" hvað ertu að bulla þú veist að ég kann ekki að keyra!!

Mamma: Matti minn nú skalt þú vara að sofa.
Marteinn: en mamma mín ég er orðin svo stór, sérðu það ekki??

Mamma: Matti minn viltu henda svalanum þínum í ruslið?
Marteinn: Nei, gerðu þú það!
Mamma: Marteinn gerðu það bara núna!
Marteinn: En þú náðir í hann fyrir mig getur þú ekki hent honum þá í ruslið?l

miðvikudagur, nóvember 30, 2005

Bráðum koma blessuð jólin!

Jæja hún mamma mín tók sig til að skreyta heima, enda tími til komin. Ég var alveg rosalega duglegur að hjálpa henni(kannski einum of en allt í lagi). Ég fann jólasveininn minn sem hann afi minn gaf mér þegar ég var mjög lítill, hann singur og dansar. Einnig var jólasveininn sem hún Matta amma gaf mér og ekki má gleyma jólasveinahúfunni. Sem sagt ég er tilbúin fyrir jólin. Þegar ég var búin að hjálpa mömmu minni að skreyta þá var ég svo þreyttur að ég bað mömmu mína hvort það væri nú ekki í lagi að leggjast upp í rúm og leggja mig í smá stund. Þegar svo hún mamma mín ætlaði að fara sofa þá var nú ekki mikið pláss fyrir hana þar sem ég var komin í hennar rúm með jólasveinanna báða og húfuna. Ég er nú algjör jólasveinn! En mjög sætur jólasveinn!

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Góði maðurinn í Kringlunni!

Síðasta sunnudag kom Elvar Goði vinur minn í heimsókn. Við tveir fengum að fara í ævintýraland í Kringlunni á meðan mamma,pabbi og Ásdís fengu sér kaffi. Þegar pabbi kom og sótti okkur í ævintýralandinu var ég smá óþekkur. Ég ákveðaði að fara mína eigin leið út úr Kringlunni sem gerði nú ekki mikla lukku hjá mömmu og pabba. Sem betur fer var ég stoppaður af góðum manni úti sem stóð með mér þar til að pabbi kom. Pabbi hafði hringt í mömmu sem var að versla með Ásdísi í hinni enda Kringlunnar og kom hún hlaupandi. En þá var pabbi búin að finna mig sem betur fer. Ég samt lofaði mömmu að gera þetta ekki aftur, þar sem við erum nú að fara til Afriku og það eru nú ekki allir eins góðir og maðurinn sem beið með mér fyrir utan Kringluna.
Ég sá nú reyndar eitthvað eftir þessu því um kvöldið þegar ég fór að sofa sagði ég við mömmu mín: Mamma! bara óþekkir strákar hlaupa í burtu en ég er ekki óþekkur er það nokkuð???
Svo líka þegar við fórum með bænirnar þá þakkaði ég Guði fyrir maninn(veit ekki hvað hann heitir en ég kalla hann góða maninn í Kringlunni).

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Marteinn Elvarsson Sebrahestur

Það er nú ekki hægt að segja að hún móðir mín sé dugleg að skrifa fyrir mig vonandi fer það að lagast(bjartsýni). Þið eru kannski að undra ykkur á því hvers vegna mamma skrifar Marteinn Elvarsson Sebrahestur. Málið er að Mamma og ég fórum í Smáralindina að hitta Láru frænku og þar sem þær vildu tala eitthvað saman í "friði" þá var ég sendur í ævintýralandið, sem var nú bara í það fínasta þar sem mér finnst svo gaman að fara þangað. Þegar stúlkan spurði mig hvað ég héti sagði ég hátt og skírt "Marteinn Elvarsson SEBRAHESTUR". Hún tók þessu bara en spurði svo hvort það væri í lagi að hún skrifaði bara Matti Sebrahestur. Þá vildi ég aðeins hugsa mig um og sagði svo já eftir smá stund. Mamma og stúlkan hlógu bara svo af mér, ég skil það nú ekki alveg.

Hafið þið nú yndislegan dag!
Marteinn

þriðjudagur, október 18, 2005

Flugið heim!

Hægt er að segja að ég hélt stuðinu í fluginu heim frá DK. Mér er alveg sama þótt að einhver Iron Maiden töffari flýgur stundum flugvélinni fyrir Icelandexpress því að hann er ekkert á við mig. Ég sem sagt hélt smá tónleika fyrir alla í vélinni, söng og spilaði á gítarann minn sem pabbi minn gaf mér vá hvað ég er flottur!
Það var nú gott að koma heim til hennar mömmu minnar. Mamma hafði ekki við að svara mér, það var bara mamma þetta og mamma hitt. En henni þótti það nú ekki leiðilegt.
Nú ligg ég stein sofandi upp í rúmi og dreymi um allt sem gerðist í ferðalaginu. Góða nótt!

sunnudagur, október 16, 2005

Svíþjóð

Ég er í Svíþjóð að heimsækja Egill bróðir minn. En áður en ég fór þá hafði ég nú miklar áhyggjur að mamma mín myndi vera ein svo að ég bannaði afa magga að fara upp í bústað á meðan ég væri úti og hann afi minn lofaði mér því. Ég var einngi búin að ákveða að verða flugmaður, váááá hvað ég er duglegur að skipta um skoðun en það er allt í lagi þar sem ég er svo lítill.
Ég hringdi í mömmu í gær og sagði henni að ég væri að koma eftir svona marga daga...en hún mamma mín var ekki alveg að skilja mig þar sem hún sá ekki hvað ég hélt mörgum puttum uppi. Stundum bara skilur hún mig ekki....En ég sagði svo við hana að ég saknaði hennar og ég myndi sjá hana bráðlega....mamma fór bara gráta, þessar mömmur eru svo skrítnar.
Heyri í ykkur eftir helgi, þá koma fullt af fréttum frá ferðalaginu mínu til Svíþjóðar.

fimmtudagur, október 06, 2005

Barnatími og nýji bílinn!

Það er alveg ótrúlegt hvað ég get horft mikið á barnatíman. Ég lifi mig alveg inn í hann, mamma segir stundum að ég á eftir að detta inn í sjónvarpið. En ég sagði við mömmu að það væri bara ekki hægt!

Ég og mamma vorum að kaupa nýjan bíl. Mér finnst svolitið skrítið nafn á honum, hann heitir CITROEN C4 en ekki sítróna eins og ég sagði fyrst. Hann er rosalega flottur nema það að það var ekki góð lykt í honum þegar við mamma sóttum hann. Sölumaðurinn sagði að þessi lykt væri í öllum nýjum bílum, þá spurði ég hann bara hvort að "mamma mö"(bók sem ég á sem heitir mamma mö) hafði verið í nýja bílnum okkar. Mér nefnilega fannst vera svo mikil muuu muu lykt í bílnum. Ég var reyndar ekki einn um það því að mömmu fannst vera hestalykt í bílnum.
Mamma reyndar vorkenndi sölumanninum svolítið þar sem við vorum að sitja út á bílinn, en honum fannst við bara vera voða fyndin.

föstudagur, september 30, 2005

"Mamma" mig langar í hund!

Matti: Mamma mig langar í hund!
Mamma: Hvar ætlar þú að geyma hann?
Matti: Í hundabúðinni!
Mamma: Þá þurfum við ekki að kaupa hann, þú getur bara farið og skoðað hann þegar þú vilt!
Matti: En mamma þú getur keypt hundabúðina!
Mamma: Mamma á ekki svona mikla peninga.
Mamma: Matti minn mamma skal skoða málið og við skulum tala um það þegar þú kemur heim.

Viti menn ég er snillingur að láta mömmu gefa eftir!!! ha ha (mamma leyfir mér allavegana að halda það.)

p.s. Góða helgi!

mánudagur, september 26, 2005

Sumarbústaðferð!

Fór upp í bústað um helgina með mömmu. Það var mjög gaman hjá okkur. Afi kom í heimsókn og ég hjálpaði honum að smíða. Svo fórum við mamma að veiða, ég er sem sagt ekki lengur hestamaður heldur núna er ég fiskimaður.......hvað er næst?

föstudagur, september 23, 2005

Rúmið mitt og rúmið hennar mömmu!

Þessa dagana er hún móðir mín að reyna að sanfæra mig um að sofa í mínu rúmi en ekki upp í hennar rúmi. Það gengur nú ekki neitt rosalega vel þar sem það er bara svo gott að sofa í mömmu rúmi og mér leiðist svo í mínu. Ég og mamma erum búin að vera að reyna að ræða þetta eitthvað en því miður þá tapar hún alltaf!!! Ekki til mikillar gleði fyrir hana!!
Ég held samt að henni finnist nú ekki leiðilegt að hafa mig þar sem ég kemst alltaf upp með það að sofa upp í hennar rúmi.
En spurningin er bara hvenær hún hættir að gefa eftir!!!

fimmtudagur, september 22, 2005

Mamma á VISA og amma Matta á SPRON

Ég var svo heppin að í gær morgun kom Matta amma að sækja mig og keyrði mig á leikskólan þar sem hún mamma mín var hausverk, sem er nú ekkert nýtt! Ég reyndar hafði mjög góða lausn handa mömmu minn, sagði bara við hana að leggjast á koddan ef henni væri svona illt í hausnum. Sem hún og gerði eins og dugleg stelpa.
Þegar amma kom og sótt mig þá sá ég að hún átti svo spjald eins og mamma mín á, sem þær nota til að komast inn í vinunna sína (eitthvað öryggisspjald). Mér fannst það svo rosalega sniðugt og komst að þeirri niðurstöðu að Matta amma ætti SPRON og mamma ætti VISA. Og ekki nóg með það þá á pabbi minn BÍÓIÐ. Mamma reyndi nú um daginn að segja mér að hún ætti ekki VISA heldur ynni hún þar en ég var nú bara ekki sammála og sagði bara; nei mamma þú ert bara að rugla. Þannig að við komust að þeirri niðurstöðu að mamma ætti VISA. (vá hvað hún er rík).

fimmtudagur, september 15, 2005

Hestamaður!

Hæ hæ komin aftur! Það er búið að vera nóg að gera hjá mér. Leikskólinn er byrjaður aftur og ég læri alltaf eitthvað nýtt. Það nýjasta hjá mér er að segja að ég sakni einhverns. T.d. Er ég voða duglegur að segja við mömmu mína: mamma ég sakna Egill Orra rosa mikið og hann á að koma heim núna!.
Fór á hestbak með pabba mínum um daginn og það var alveg æðislegt. Er sem sagt núna "hestamaður". Eitt í viðbót; mamma og pabbi mig langar í hest!!!!

Heyrumst bráðlega....

miðvikudagur, júní 08, 2005

Uppeldi!!

Ég er mikið búin að vera að pæla í uppeldi. T.d. hvað er besta aðferðin til að hafa aga á barninu mínu. Ég byrjaði fyrst með að tala við hann og reyna útskýra hlutina fyrir honum, hvers vegna hann mætti ekki gera þetta eða hitt!! En mér fannst það svolítið skrítin aðferð þar sem barnið mitt var ekki nema 2 ára gamalt þegar ég var að byrja á þessari aðferð og ég myndi halda að 2 ára barn væri ekki með vitið til að hlusta bara á mann og sætta sig við eitthvað sem hann/hún einu sinni skilur ekki. Eftir miklar umhugsanir þá var mér bent á eina uppeldisbók sem heitir 1-2-3 og hún kom mér virkilega á óvart!! Sú aðferð gengur út á það að gefa barninu þínu 3 tækifæri til að hlíða þér, ef það gerir það ekki eftir þessu 3 tækifæri þá fer það inn í herb. sitt. Ég hef verðið að nota þetta núna í 3/4 mán og hún gengur bara vel! Auðvita kemur fyrir að hann bara ætlar ekki að hlíða mér en maður má ekki gefast upp!!
En svo komst ég að einu í gær þá vorum við í heimsókn hjá ömmu Möttu og Kalla afa og Matti minn vildi fara út að leika á pallinum, sem var í lagi. En eftir smá stund fór ég og kíkti á hann og viti menn! Hann var búin að fara inn í bílskúr og finna garðklippur og klippa öll blómin hjá ömmu sinni. Ég vissi nú ekki alveg hvernig ég ætti að bregðast við! Fyrst notaði ég 1-2-3 aðferðina til að ná athygli hans svo talaði ég lengi við hann og sagði honum að fara til ömmu sinnar og biðjast afsökunar sem hann og gerði. Svo í gærkvöldi þá lá ég upp í rúmi og var að hugsa aðeins um þetta atvik hjá honum Matta mínum og þá gerði ég mér grein fyrir því að það er ekki hægt að nota bara eina aðferð til að reyna aga barnið þitt og þú verður bara að finna það innra með þér hvað er best að gera! En nóg með UPPELDISFÆRÐINA!!
Hann Matti minn fór í Flatey um helgina með pabba sínum og bróðir sínum sem var mikið fjör!

þriðjudagur, maí 31, 2005

Afmælisbarnið!!

Þá er komið að því að við Marteinn ætlum að blogga smá um okkar daglega líf fyrir ykkur!.. Síðasta laugardag var smá afmælisveisla fyrir Matta. Þeman í veislunni var Spider-Man. Þegar hann vaknaði laugardagsmorgunin og sá allt skrautið var hann svo ánægður að hann hljóp til mín og sagði: Mamma, mamma gerður þú svona fínt fyrir mig? Mamma: Já ástin mín, allt fyrir afmælisbarnið! Matti: Vá á mamma takk fyrir, þetta er alveg rosalega flott!!!
Afmælið gekk rosalega vel! Ég reyndar held að þetta sé rólegasta afmæli sem ég hef verið í. Við vorum reyndar farin að halda að það hafi farið eitthvað róandi í kökunum!!! Eftir að allir voru búnir að borða fórum við öll út í fótbolta, sem var rosa gaman. Reyndar vildi Egill Orri ekki fara út, hann var upptekin að horfa á Bubba byggir!! En fór svo út eftir það!! Eftir afmælið fór Matti og Egill Orri með Ella, Mumma og Halla austur í bíltúr og í sund á Selfossi. Þetta var langur og góður dagur.
Marteinn á afmæli á morgun 01.06.2005 og verður þá 3 ára. Ég get nú ekki annað sagt en vá hvað tíminn líður. Og hvað þessi 3 ár hafa verið skemmtileg.