fimmtudagur, nóvember 24, 2005

Góði maðurinn í Kringlunni!

Síðasta sunnudag kom Elvar Goði vinur minn í heimsókn. Við tveir fengum að fara í ævintýraland í Kringlunni á meðan mamma,pabbi og Ásdís fengu sér kaffi. Þegar pabbi kom og sótti okkur í ævintýralandinu var ég smá óþekkur. Ég ákveðaði að fara mína eigin leið út úr Kringlunni sem gerði nú ekki mikla lukku hjá mömmu og pabba. Sem betur fer var ég stoppaður af góðum manni úti sem stóð með mér þar til að pabbi kom. Pabbi hafði hringt í mömmu sem var að versla með Ásdísi í hinni enda Kringlunnar og kom hún hlaupandi. En þá var pabbi búin að finna mig sem betur fer. Ég samt lofaði mömmu að gera þetta ekki aftur, þar sem við erum nú að fara til Afriku og það eru nú ekki allir eins góðir og maðurinn sem beið með mér fyrir utan Kringluna.
Ég sá nú reyndar eitthvað eftir þessu því um kvöldið þegar ég fór að sofa sagði ég við mömmu mín: Mamma! bara óþekkir strákar hlaupa í burtu en ég er ekki óþekkur er það nokkuð???
Svo líka þegar við fórum með bænirnar þá þakkaði ég Guði fyrir maninn(veit ekki hvað hann heitir en ég kalla hann góða maninn í Kringlunni).

Engin ummæli: