fimmtudagur, október 06, 2005

Barnatími og nýji bílinn!

Það er alveg ótrúlegt hvað ég get horft mikið á barnatíman. Ég lifi mig alveg inn í hann, mamma segir stundum að ég á eftir að detta inn í sjónvarpið. En ég sagði við mömmu að það væri bara ekki hægt!

Ég og mamma vorum að kaupa nýjan bíl. Mér finnst svolitið skrítið nafn á honum, hann heitir CITROEN C4 en ekki sítróna eins og ég sagði fyrst. Hann er rosalega flottur nema það að það var ekki góð lykt í honum þegar við mamma sóttum hann. Sölumaðurinn sagði að þessi lykt væri í öllum nýjum bílum, þá spurði ég hann bara hvort að "mamma mö"(bók sem ég á sem heitir mamma mö) hafði verið í nýja bílnum okkar. Mér nefnilega fannst vera svo mikil muuu muu lykt í bílnum. Ég var reyndar ekki einn um það því að mömmu fannst vera hestalykt í bílnum.
Mamma reyndar vorkenndi sölumanninum svolítið þar sem við vorum að sitja út á bílinn, en honum fannst við bara vera voða fyndin.

Engin ummæli: