miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Marteinn Elvarsson Sebrahestur

Það er nú ekki hægt að segja að hún móðir mín sé dugleg að skrifa fyrir mig vonandi fer það að lagast(bjartsýni). Þið eru kannski að undra ykkur á því hvers vegna mamma skrifar Marteinn Elvarsson Sebrahestur. Málið er að Mamma og ég fórum í Smáralindina að hitta Láru frænku og þar sem þær vildu tala eitthvað saman í "friði" þá var ég sendur í ævintýralandið, sem var nú bara í það fínasta þar sem mér finnst svo gaman að fara þangað. Þegar stúlkan spurði mig hvað ég héti sagði ég hátt og skírt "Marteinn Elvarsson SEBRAHESTUR". Hún tók þessu bara en spurði svo hvort það væri í lagi að hún skrifaði bara Matti Sebrahestur. Þá vildi ég aðeins hugsa mig um og sagði svo já eftir smá stund. Mamma og stúlkan hlógu bara svo af mér, ég skil það nú ekki alveg.

Hafið þið nú yndislegan dag!
Marteinn

Engin ummæli: