mánudagur, desember 19, 2005

Bursta tennur.

Á föstudaginn fékk ég að sofa hjá Möttu ömmu sem er nú mikið sport fyrir mig. Þegar við amma fórum að sofa þá segi ég svona við hana ömmu mína,
Matti: Amma! ég þarf að bursta tennurnar mínar
Amma: En mamma gleymdi að sitja tannbursta þinn með!
Matti: Já en amma ef ég bursta ekki tennurnar þá detta tennurnar úr mér
Amma: Ja það er nú ekki gott, farðu til afa (sem var inn á baði) og hann hjálpar þér.
suttu síðar....aftur upp í rúmi.
Matti: Amma ekki gleyma segja bænirnar
Amma: Alveg rétt (bíður eftir að Matti byrjar að segja þær, ekki alveg viss hvaða bæn á að segja)
Matti: Amma byrjaðu!!!
Amma: Hvaða bæn á amma að segja?
Matti: Þessa sem ég og mamma sögðum í gær
Amma: (hugsar) Faðir vor....
Eftir bænina......ætlaði amma að fara sofa....ENNNN
Matti: Amma við erum ekki búin!
Amma: NÚ?
Matti: Já eftir að segja TAKK fyrir....
Amma: Ok... Takk fyrir....

Loksins sofnaði ég eftir þessa allt þetta....og amma bara uppgefin! :-)

Engin ummæli: