Nú er mikið að gera hjá mér í leikskólanum, það er verið að undirbúa jólin á fullu þar. Það er mikið sungið af jólalögum og sagt skemmtilegar jólasögur. Ég er alveg rosalega duglegur að segja svo mömmu minni allar sögurnar um hana Grýlu, Leppalúða og jólasveinanna 13.
Það fer nú ekki á milli mála að mér finnist gaman að syngja. Í gær fékk ég að fara með mömmu í búðina að versla í matinn og viti menn ég var bara með jólaskemmtun fyrir viðskiptavinina í búðinni. Keyrði mína litlu kerru um alla búð og söng öll jólalögin sem er búin að læra. Var líka duglegur að sjá til þess að hún móðir mín væri að hlusta á mig með því að segja alltaf "mamma" maður á alltaf að singa hátt og skírt til þess að Grýla og Leppalúði heyra í okkur!
En það voru ekki bara Grýla og Leppalúði sem heyrðu í mér heldur öll búðin, sem reyndar var bara allt í lagi! þar sem ég söng svo fallega!
Á miðvikudaginn fer ég með honum pabba mín og leikskólanum að ná í jólatréið fyrir Vinagerði. Það verður öruggleg mikið fjör. Svo á laugardaginn ætlum við mamma að baka pipparkökur og mála líka nokkrar í leiðinni. Það má segja að það sé mikið að gera hjá mér núna fyrir jólin.
Heyrumst bráðlega!
Gullkorn:
Þóra (leikskólastjóri): Marteinn viltu ekki pissa áður en þú ferð út að leika?
Marteinn: Nei nei, ég pissaði í morgun hjá henni mömmu gömlu!
Maggi afi: Marteinn viltu ekki bara fara með bílinn hennar mömmu þinnar inn í bílskúr?
Marteinn: "AFI" hvað ertu að bulla þú veist að ég kann ekki að keyra!!
Mamma: Matti minn nú skalt þú vara að sofa.
Marteinn: en mamma mín ég er orðin svo stór, sérðu það ekki??
Mamma: Matti minn viltu henda svalanum þínum í ruslið?
Marteinn: Nei, gerðu þú það!
Mamma: Marteinn gerðu það bara núna!
Marteinn: En þú náðir í hann fyrir mig getur þú ekki hent honum þá í ruslið?l
Engin ummæli:
Skrifa ummæli