sunnudagur, október 16, 2005

Svíþjóð

Ég er í Svíþjóð að heimsækja Egill bróðir minn. En áður en ég fór þá hafði ég nú miklar áhyggjur að mamma mín myndi vera ein svo að ég bannaði afa magga að fara upp í bústað á meðan ég væri úti og hann afi minn lofaði mér því. Ég var einngi búin að ákveða að verða flugmaður, váááá hvað ég er duglegur að skipta um skoðun en það er allt í lagi þar sem ég er svo lítill.
Ég hringdi í mömmu í gær og sagði henni að ég væri að koma eftir svona marga daga...en hún mamma mín var ekki alveg að skilja mig þar sem hún sá ekki hvað ég hélt mörgum puttum uppi. Stundum bara skilur hún mig ekki....En ég sagði svo við hana að ég saknaði hennar og ég myndi sjá hana bráðlega....mamma fór bara gráta, þessar mömmur eru svo skrítnar.
Heyri í ykkur eftir helgi, þá koma fullt af fréttum frá ferðalaginu mínu til Svíþjóðar.

Engin ummæli: