Það er búið að vera mikið að gera hjá mér og mömmu minni þessa helgi. Á föstudaginn var kóský kvöld, sem mér finnst alltaf gaman af þar sem ég fæ alltaf eitthvað smá nammi og gos.
Á laugardeginum þá vöknuðu við mamma um 9 sem í mínum huga er að sofa út en reyndar held að hún móðir mín hafi alveg vilja að sofa lengur. En þar sem ég er mjög ákveðin drengur og á mjög erfitt að taka nei fyrir svar þá fór mamma með mér á fætur og við fórum út að leika okkur smá stund og svo fórum við í bíltúr til að kaupa "pipparkökuform" því að við ætluðum að fara baka pipparkökur(augljóslega). Sem gekk nú bara vel þar til að hún móðir mín var stoppuð af LÖGGUNNI!!! Já viti menn hún móðir mín var tekin fyrir ofhraðan akstur með mig í bílnum, ekki gott!
En það fór nú ekki eins illa og þið kannskið haldið því að ég er algjör snillingur!! Málið var þegar löggan stoppaði okkur fórum við inn í bílinn hjá löggunni sem mér fannst nú ekki leiðilegt, var reyndar eitthvað smeikur fyrst en það reddaðist nú þegar lögreglumaðurinn fór að tala við mig. Svo spurði hann mig hvað ég héti og ég sagði: Marteinn William Sebrahestur! (greinilega vissi lögreglumaðurinn hvað ég meinti því að hann sagðist heita maggi mörgæs, greinilega búin að sjá Madagascar myndina). Ekki leið á löngu að ég var bara búina að vingast við löggurnar tvær sem voru mjög skemmtilegar og góðar. Og reddaði mömmu frá því að fá sekt!! Ég er algjör SNILLINGUR!
Ég er samt duglegur núna að passa það að hún móðir mín keyri núna ekki of hratt. Ég reyndar helda að hún passi sig núna því að maggi mörgæs skammaði hana svolítið.
Ef þetta ævintýri fórum við mamma heim og bökuðum pipparkökur. Var reyndar alveg rosalega duglegur að skreyta eldhúsið af hveiti, mömmu til ánægju (NOT).
Svo kom hann pabbi minn og sótti mig þar sem hún amma Gróa átti afmæli (TIL HAMINGJU AMMA). Eftir að við fórum til hennar fórum við pabbi í Smáralindina og sáum Coca Cola lestina, sem var algjört æði.
Gisti svo hjá pabba og svo kom hún móðir mín og sótti mig og við fórum heim, föndruðum smá jólakort og svo fór ég snemma upp í rúma því að ég ætla að fá í skóinn þar sem hann stekkjastaur er að koma í bæinn......HVAÐ ÆTLI HANN GEFI MÉR NÚ Í SKÓINN???? Læt ykkur vita við fyrsta tækifæri...
Góða nótt allir og ég vona ykkar helgi hafi verið jafn skemmtileg og mín. Og munið að keyra ekki of hratt!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli