miðvikudagur, desember 14, 2005

Í skóinn!

Móðir mín er nú ekki rosalega ánægð með mig þessa daganna. En hún kannski hefur "smá" ástæðu til þess. Málið er á mánudagasmorguninn þegar við vöknuðum þá segir mamma við mig hvort ég vilji nú ekki vakna og sjá hvað jólasveininn hafi nú gefið mér í skóinn! (er ekki alltaf sá fljótasti á morgnanna og heldur ekki sá hressasti, þarf minn tíma). Jújú ég fer út í glugga en ég var bara als ekki sáttur! Jólasveininn gaf mér Lego Kall á hjólabretti og mig langaði bara als ekki í hann. Henti því honum í gólfið og sjálfum mér með og fór að væla yfir því að ég vildi þyrlu en ekki einhvern "KALL". (hvað varð um uppeldið????).
En allavegana þá tók hún mamma mín þessarri hegðunni minn ekki neitt rosalega vel og ég fékk alveg að vita af því.
Svo á næstu nótt þá svaf ég hjá honum pabba mín þar sem hún móðir mín var föst í útlöndum (Vestmanneyjum). Og þegar ég vaknaði þá kíkti ég í skóinn minn sem hann pabbi minn hafði búið til og viti menn ég fékk appelsínu og ég var svo rosalega ánægður með hana. Þegar hún mamma hringdi um morguninn þá spurðu hún mig ég hvað ég hefði nú fengið í skóinn, þá sagði ég við hana rosa glaður "mamma" ég fékk appelsínu.
Mamma: Ertu ekki glaður yfir því? (mjög hissa þar sem hún hélt að pabbi myndi sitja kartöflu, en pabbi gamli gaf mér 1 séns).
Matti: Jú alveg rosalega en mamma þetta er MATUR!!!

Engin ummæli: