Ég var nú rosalega sætur í morgun þegar ég vaknaði (ekki það að ég er alltaf sætur), ég fór út í glugga og sá að jólasveininn var búin að sitja DVD disk með Latabæ. Ég var svo ánægður að ég hljóp til afa og sagði: afi,afi sjáðu hvað góði jólasvininn gaf mér. Svo fór ég til mömmu og sagði: elsku besta mamma sjáðu hvað ég fékk!!! (voða væminn).
Þar sem það er lokað í leikskólanum í dag þá fékk ég að fara með mömmu í vinunna þar til að hann pabbi minn og Egill komu og sóttu mig. Leið reyndar bara vel í vinunni hjá mömmu þar sem ég eignaðist nýjan vin hann "Reynir minn". Ég fékk að sitja hjá honum og við tveir vorum að leika okkur í tölvunni, rosa gaman.
Núna er ég farin til pabba og við ætlum að fara og finna jólatré í Goðheimana. Heyrumst vonandi fljótlega....GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR.
Knús Matti sebrahestur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli