miðvikudagur, desember 22, 2010

Jólakveðja fyrir árið 2010

MIG LANGR AÐ ÓSKA YKKUR ÖLLUM
GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT KOMANDI ÁR.

TAKK FYRIR ALLAR SKEMMTILEGU STUNDIRNAR
Á LIÐNU ÁRI OG ÉG LOFA ÞÆR VERÐA FLEIRI Á NÆSTA ÁRI !!


Jólakveðja Matti, mamma og Hilmar

þriðjudagur, nóvember 30, 2010

Öryggisgæslan í Bólstaðrhlíð 66

Við þurfum ekki að borga mörg þúsund krónur fyrir öryggisgæslu heima hjá okkur ég sé alveg um það.......


og auðvita má ekki gleyma varðhundinum mikla.....


sunnudagur, nóvember 21, 2010

Jólin eru að koma...

Jólin nálgast og ég er sko alveg búin að sjá til þess að bæklingurinn sem kom frá Toy R´us er merktur frá "a" til "ö"........

Jólakortin eru komin í vinnslu og jólaaðventan einnig... Það verður gott að eiga yndisleg jól með mömmu, Hilmar og afa Magga.

Heyrumst bráðlega....

Knús

laugardagur, október 30, 2010

Maggi afi (bangsi) fékk ný föt...

.... og auðvitað voru það "Valsara föt" TAKK AMMMA ODDNÝ FYRIR AÐ SAUMA ÞESSI FÖT Á MAGGA AFA...

Flottur bangsi eins og eigndinn sjálfur :-)

miðvikudagur, október 20, 2010

Mamma og litlu frænkurnar hennar....


..... Bara svo þú vitir mamma þá eru þær ekki lengur litlar... hehe

Nokkarar myndir

Matti í nýja fótboltabúningnum sem amma Oddný gaf honum....voða sætur!!

Töffarinn sjálfur...

Með gjöfina sína sem Ingibjörg (besta vinkona mín) gaf mér þér hún kom frá Tékklandi.

Alltaf tilbúin ..... bara ef einhver "skrímsli" kæmu nú í heimsókn....
Flottur frændi (Jón Arnar).... í heimboði hjá afa Magga..

Og ein æðislega falleg prinsessa hún Helga Hlíf steinsofandi hjá afa...

Ég, Erna Hlíf, Helga Hlíf og Snorri Arnar.... Það sést smá í Jón Arnar bak við okkur... hehe

Ekkert smá sæt mynd af mér og Ernu frænku...

Að lokum mamma, afi Maggi, Erna Hlíf, ég, Jón Arnar og Helga Hlíf..

þriðjudagur, október 12, 2010

Afmælisbörn mánaðarins.....

...........Elsku besta Sonja frænka í heimi.... Innilega til hamingju með daginn! Við reyndum að hringja á SKYPE en (but "no" Sonja...) ....... (okey við eigum líka sökina við gleymdum okkur aðeins... )

En Elsku besta frænka í heimi!!! Takk fyrir að vera frænka mín og elska mig án þess að ég þarf að gera eitthvað fyrir þig :-)

Já gott fólk hún SONJA MÖLLER MAGNÚSDÓTTIR SHARP ÁTTI AFMÆLIR 8. OKTÓBER og vá hvað hún er flott!! Og Sonja við ELSKUM ÞIG ANNSI MIKIÐ...HEHE


Einnig átti Hanna María Jónsdóttir afmæli október og við náðum ekki að óska henni til hamingju: Elsku Hanna okkar innilega til hamingju með daginn við elsku þig og söknum... Knús og kossar fjölskyldan í Bólstaðarhlíð...

Jæja ættum þessu væli, knús og kossar

Marteinn William og mamma

Agi, og lærdómur nr. 1 þessa daganna....

......Mamma er ekkert að gefa eftri í heimalærdómi..... (okey ég veit að það er gott en það er ekkert gaman..).

En í síðustu viku og í síðustu 2 daganna þá hef ég verið bara rosalega góður og mjög duglegur að læra. (Ég mamma (Helga) gæti ekki verið meira stollt af honum Marteini! Hann getur þetta en stundum þarf aðeins að sýna smá "aga").

Ingibjörg vinkona hennar mömmu er búin að vera hjá okkur um helgina en fór í dag í vinnuferð til Tékklands. Mér fannst það nú ekkert gaman (enda er hún mín "mamma nr. 2) ég elska að hafa hana hjá mér og hún er allltaf til í að hlusta og skamma þegar þörf er á.... hehe.
Þetta er allt í lagi hún kemur á föstudaginn og ekki nóg með það amma Oddný og afi Úlli kom einnig um hlegina. Þannig að það verður fullt hús... sem er nú bara gaman. ( Allavegna fyrir mig!!)

Þið trúið því ekki en ég er búin að samþykkja að fara í klippingu.....Bravóooooooooooooooooó.. Amma Gróa ætlar að taka mig. Takk amma!!

Annarrs er allt gott að frétta, Hilmar er byrjaður í annarri vinnu....NOTA BENE SEÐALABANKI ÍSLANDS... (mér finnst það voða spennandi..!!). Ég er líka voða stoltur af honum. Þú ert flottastur Hilmar, ég elska þig og takk fyrir að lesa fyrir mig á hverju kvöldi :-)

Mamma er gera sitt besta að ná kraftinum og það er rosalega gaman að vita þegar ég er búin í skólanum þá tekur mamma mín á móti mér og við hjálpumst að vinna saman heima-vinunna :-)

Jæja þetta það sem helst að gerast hjá mér... Er að reyna að leggja mig allan fram í námi og í hegðun (ég var aðeins búin að gleyma mér).... Og það gengur bara mjög vel. :-)

ENDA ER ÉG ROSALEGA GÓÐUR OG SKEMMTILEGUR DREGUR OG VILL ALLT ÞAÐ BESTA FYRIR ALLA SEM ÉG ELSKA. OG SVO AUÐVITA ....lofa ég að gera mitt BESTA SEM MAMMA VEIT AÐ ÉG GÉT!!

PS. Takk afi Villi og amma Gróa að koma á leikinn um síðustu helgi..... Mér þótti roslega vænt um það ....

miðvikudagur, september 29, 2010

Mamma ég er alveg nógu stór.........

... þessa dagana er mamma bara ekkert að skilja það að ég þarf að eiga Ipod eða MP3 spilara (sleppur) og auðvita vera með Facebook.

En hún móðir mín er bara ekki alveg að samþykkja þetta!! Og ég bara skil það ekki... Ég er með mjög góð rök fyrir öllu þessu hvers vegna ég þarf þessa hluti og þau eru góð! Ég veit það því mamma fer alltaf að tala um eitthvað annað, þá heldur hún að ég bara gleymi þessu en ég hef engar áhyggjur af mér því að ég MJÖÖÖÖÖÖÖÖG þuglegur að minna hana á þessi rök mín.

Einnig er ég voða duglegur að hlusta á lög og finna þau á YouTube og dansa svo á fullu brake við þau..... (Sem mömmu og Hilmari finnst rosa gaman að horfa á og stundum dönsum við mamma mikið saman en þá þurfum við líka að hlusta á hennar lög sem eru kannski ekki alltaf eitthvað sem ég vill hluta á en ég er svo góður þannig að þetta sleppur).

ps. Fékk í gær að fá Ipodinn hennar mömmu LÁNAÐANN. Sem sagt allt að koma hjá mér...hehe

Knús og kossar
Matti patti...

Gullkorn frá Matta til Hilmars!

Eins og alltaf þá les Hilmar fyrir mig á kvöldin (bara mamma ef Hilmar er ekki heima sem sagt algjör undarþága). Og þá eigum við strákarnir okkar stund saman sem eru stundum alveg stórkostlegar!

Við eru komnir upp í rúm og Hilmar byrjar á því að stríða mér aðeins (sem er nú ekkert NÝTT) nema það ég lét hann bara heyra það í þetta skipti:

Hilmar: hvað finnst þér þetta ekkert fyndið???
Matti: NEI Hilmar.... spá pása.
Matti: Hilmar ég bara tek ekki þátt í svo aula gríni..... andar djúpt inn og segir svo ég ætla bara lesa HEIMSFRÆÐINA. (Atlasbók barnanna)

laugardagur, ágúst 28, 2010

Reynslu saga frá Mývatni....bara fyndin...

Ég var svo heppin að ég fór í norður á Mývant í 40 afmælið hans Ragga míns. Sem sagt ég, Egill og pabbi skelltum okkur.
Hvanndalasbræður að spila og héldu stuðinu uppi alla nóttina. Reyndar þurftu við krakkarnir að fara undan heim að sofa, svo gamla fólkið gæti haldið áfram að skemmta sér hehe.
Við áttum nokkur að sofa saman heima hjá Ella en ég vildi bara sofa í tjaldinu okkar pabba!

En sagan endar nú ekki hér! Þegar ég kom heim til mömmu og Hilmars sagði ég þeim frá því hvað það hafði verið alveg geðveikt mikið fjör og allir höfðu skemmt sér voða vel. OG svo kom.....

Matti: Mamma þetta var ótrúlegt Hvanndalabræður töldu niður 1,2,3,4,5,6,7,8,9,10 og nú allir hella í sig...
Mamma: ha hvenær...
Matti: Sko þegar við krakkarnir áttum að fara sofa þá máttu fullorna fólkið fá sér að drekka.
Mamma: okey .... (hlóg með sér og hugsaði hvað væri best að segja við þessu en áður en hún gat svarað þá var minn maður með svarið fyrir mömmu):
Matti: Mamma þetta er allt í lagi ég veit að ég þarf að vera 22 til að drekka....
Mamma: Já það er alveg rétt eða bara sleppa því... (og brosti bara)...

Ég í minni trú (sem sagt ég mamman) hélt að þessi áhugi á drykkju fullornafólksins væri lokið kom minn með setningu ársins núna í kvöld þegar hann kom heim frá pabba og co. (Og mamma ekki komin heim).

Matti: Hilmar hvar mamma?
Hilmar: Hún er hjá Önnu vinkonu sinni
Matti: Jaa ég vona að hún komi nú ekki alveg rosalega rallandi heim....
Hilmar: Brosti bara og vissi nú bara að kona sín var í sínu sakleysi heima hjá Önnu vinkonu sinni að prjóna og einnig á bíl.

Rosalega eru þessu yndislegu börn fljót að læra....og sérstaklega hluti sem við kannski viljum ekki að þau séu að spá í strax né að vera vitni af...

mánudagur, ágúst 23, 2010

Sumarið búið

Þetta er búið að vera yndislegt sumar. Ég var á miklu flakki eins og vanalega. Ég var í sveitini hjá Ömmu, fór norður til Ásdísar og Ragga. Einnig fór í ferðalag með Agli og co. Hitti frænda minn sem býr í Ameríku...það var voða gaman. Svo kom ég og stoppaði smá hjá mömmu og Hilmari. En yfir höfuð þá var þetta bara æðislegt sumar og ég skemmti mér mjög vel.

Ekki má gleyma ég tók þátt í skagamótinu og skemmti mér alveg rosalega vel. Svo átti ég auðvita 8 ára afmælið mitt.

Það má því segja að ég átti bara rosa gott sumar og vona að allir hafi haft jafn yndislegt og ég :-)

Læt ykkur svo vita hvernig skólinn fer en það var skólasettning í dag. Var bara smá spenntur :-)

sunnudagur, ágúst 22, 2010

Versló, menningarnótt og bland...

Flottastur.... !!


Hjónakornin (mömmu smá kalt)


Ég smá æstur.... Ingibjörg kippir sér ekkert upp við það ..hehe

Bestu vinkonurnar saman á ný...

Ég og mamma ... Erum við ekki sæt saman?
Flottustu strákarnar....

We will we will ROCK you...

Flottur Valsari.... Enda ros flottur stákur

Mamma í sveitinni hjá Benna og Þórdísi.... Hún ætlaði bara taka alla með heim..

Gerðu það Hilmar...

Tvær þreyttar eftri langan dag... Aðalega mamma...

sunnudagur, ágúst 08, 2010

Eiður Smári

GUSS WHAT allir, ég Marteinn William var svo heppin í gær þegar ég og mamma fór í bæinn að horfa á gönguna (ég hef sem sagt aldrei farið ... mamma ekki alveg að skilja það!! ) Mjög góð spurning... En nóg með það.. Ég og mamma vorum að borða á Sólon að bíða eftir göngunni þegar enginn annarr en Eiður Smári gengur inn... Ég átti ekki til orð og augun mín stækkuðu aðeins.....

Mamma sagði mér bara að fara til hans og spyrja mjög kurteisilega hvort ég hann myndi gefa mér eiginandarárritun. Og hann var svo blíður og gaf mér hana eins ekkert væri..

Þetta var besti dagur í lífi mínu allavegna í sumar.....Enda var ég með henni mömmu minni... :-)

Knús og kossar
Marteinn

fimmtudagur, júlí 22, 2010

Myndir af Matta yfir Sumarið....

Matti sæti að bíða eftir að fá að leiða inn á völlinn Meistaradeildina...

Tveir sætir VALSARAR :-)

SKAGAMÓTIÐ...

Á STRÖNDUM.

01.06.2010 AFMÆLISDAGURINN MIKLI..

KEFLAVÍKURMÓTIÐ...

þriðjudagur, júlí 13, 2010

Besti afi heimi á afmæli í dag...

Til hamingju með daginn afi Maggi.

Knús þinn Marteinn

laugardagur, júlí 10, 2010

Afmælisbörn mánaðarins júní og júlí

* Fyrst og fremst átti ég afmæli 1. júní ..... 8 ára
* Damien og Alexsander áttu afmæli 12 og 6 júní... bestu strákar í heimi...
* Svo átti pabbi gamli afmæli 29. júní...við skulum ekkert vera tala um hvað hann orðinn gamall..
* 2. júlí átt STÓRI bróðir minn afmæli
* Í gær átti "AMMMA" Soffía afmæli og hún varð 50 ára..... afmæli á laugardaginn...
* Í dag á besti "frændi afmæli" hann ROB minn..
* Svo á þriðjudaginn 13. júlí þá er það besti og þá meina ég besti afi heimi afmæli....
* Þann 22. júlí þá á líka yndislegur afi afmæli og það er hann nafni minn... knús og kossar....

Ég held að þetta sé komið fyrri þessa 2 mánuði.. Ef ég er að gleyma einhverjum þá skammið þið mömmu...hehe

Knús og kossar

þriðjudagur, júní 01, 2010

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann ....

...... Marteinn okkar, hann á afmæli í dag. Hann er 8 ára í dag, hann er 8 ára í dag, hann er 8 ára hann Marteinn hannnnnnnnnnn er 8 ára í DAGGGGGGGGGGGGG.....

Ég er bara ekki að trúa því að sonur minn litli sé orðin 8 ára.... Váááá hvað tíminn líður hratt en búinn að vera alveg yndislegur tími enda á ég bara flottasta strák í heimi.

Mynd tekin í morgun... FLOTTUR!!

mánudagur, maí 17, 2010

Komin úr sauðburð og á leið í Flatey...

....Alltaf nóg að gera hjá mér þrátt fyrir að ég sé nú ekki nema 7 ára (8 ára eftir tvær vikur)..... Allt gott að frétta hérna á þessum enda.
Nokkrar myndir frá sveitinni.

föstudagur, apríl 30, 2010

Matti & Jörðin okkar...

Allur skólinn tók þátt í að singja í Hallgrímskirkju um "Jörðin okkar"
Sætur Sverðfiskur......
Og allir saman nú laaaaaaaaaalllaa

þriðjudagur, apríl 06, 2010

Páskar og bland...

Ég og Hilmar (ég er aðeins að hjálpa Hilmari að brosa...hehe)
Páskadagur.....löngu búin að finna páskaeggið en ekki búin með það sem betur fer..
ÁFRAM VALUR
Tveir rosa flottir strákar...
Logi Garpur og ég í playstation.
Birta Líf...ég er bar svo sæt...!!!
Ég og Ingibjörg ... það er svo gaman þegar hún svæfir mig...enda bestust....

laugardagur, mars 06, 2010

Ég Marteinn var svo heppin í dag að ég fékk að fara alla leið í Hafnarfjörðinn og sjá hvar Latibær þættirnir eru búnir til.....það var geðveikt....Við Kristján frændi vorum í þvílíku stuði. Amma Soffía og afi Gylfi voru einstök..... dagurinn var nú ekki búin þar því að við Kristján náðum að snúa öllum í 3 hringi til að gista. Það var rosa gleði þegar allir samþykktu þetta og ..........núna ætla ég að búa bara hjá ömmu og afa...

Það er alveg ótrúlegt hvað ég er heppin að eiga svona yndislega ömmur og afa.....

Þetta er búinð að vera þvílík amma og afa helgi.... Ég fékk að gista hjá ömmu Gróu og afa Villa....það var æðislegt...ég hef ekkki gist hjá þeim svo rosalega lengi....Váááá hvað ég var heppin....!

Góða nótt allir....knús Marteinn

þriðjudagur, febrúar 23, 2010

Komin heim..

....vá hvað er gott að vera komin heim til mömmu og Hilmars. Amma kom líka bæinn útaf einhverjum fundum....Mér finnst það nú ekki leiðilegt þar sem nú eru 5 manns eru að stjana í kringum mig....

Var á æfingu í dag og það gekk voða vel. Tvö mót framundan og fjáröflun á fullu....
Allavegna núna þurfum við strákarnari og fjölskyldur að leggja okkur vel fram til að safna fyrir mótin.....öll framlög vel þegin......

Jæja heyrumst fljótlega
Knús Matti patti.

laugardagur, febrúar 20, 2010

Jæja þá er á ferð og flugi aftur.... Í þetta sinn er komin til ömmu og afa. Amma Oddný og Úlli afi eru búin að vera dekra við mig og munu hafa alveg heila viku til þess.
Það var voða gaman hja mér á öskudeginum í sveitinni, fékk að fara í búning og Egill Andri fór líka og við skemmtum okkur rosa mikið.
Svo hjálpar ekki hvað það er mikill snjór hjá ömmu og afa....Þannig að ég hef nóg að gera.

Svo fékk amma leyfi hjá mömmu um að klippa mig eins Jógvan söngvara........Það verður nú geðveikt að sjá hvernig það kemur út..

Annarrs bara mjög hress eins og vanalega......en eins og vanalega saknar mamma og Hilmar mig mjög mikið.

föstudagur, febrúar 05, 2010

Nokkrar myndir frá árinu 2009......

Og nokkarar í viðbót.....

fimmtudagur, janúar 28, 2010

ÍSBIRNIR

MATTI: Hilmar !!!!!

HILMAR: Já Matti min....

MATTI: HVAÐ ER MÁLIÐ MEÐ ÞESSA ÍSBIRNI....GETA ÞEIR EKKI BARA VERIÐ HEIMA HJÁ SÉR!!!

ÞETTA ER NÚ ALVEG SNILDAR DREGUR SEM VIÐ HILMAR EIGUM...HANN GEFUR OKKUR ALVEG ÓTRÚLEGA MIKIÐ.

Hilmar heyrði aðeins í honum í dag eftir fótboltaæfingu og drengur var bara snar óður...
Hilmar ég þoli ekki þegar strákarnir eru að tekla mann... Hilmar getur þú ekki bara hoppað yfir þá??? Þú ert ekki að skilja mig Hilmar þeir eru tekla hina strákana en ekki mig....( við skulum hafa það á hreinu að það þorir enginn að tekla mig!! )

Það er nú ekki annað hægt en brosa að þessu drengi okkar.....Hann er búin að þroskast svo. Rosa duglegur í skólanum og auðvitað bestur í fótboltanum.....

föstudagur, janúar 22, 2010

Forseti hvað....

.....ég er uppteknari en forsetinn sjálfur. Ef ég er ekki í skólanum, fótboltanum, hjá Loga, Gunnari, Kára, Veróniku eða Hákon þá er ég heima hjá mér sem gerist nú afar sjaldan...hehe mér finnst nú reyndar allt gaman að vera bara heima og fá að sjá mömmu og Hilmar læra og fá að leika mér í tölvunni...

Svo má ekki gleyma kósý kvöldin okkar þau eru alltaf jafn skemmtileg held reyndar að mamma verður væmnari með hverju kósý kvöldi.....thí thí..

En annarrs er allt gott að frétta, mér gengur rosaleg vel í skólanum og finnst mjög gaman. Og það skiptir öllu. Mamma er byrjuð í nýrri deild sem tekur smá tíma frá okkur en ég veit að hún er að gera góða hluti fyrir fólk sem þarf á þess halda.

Heyrumst fljótlega
Elska ykkur
og munið að BROSA (eins og amma Tobba sagði) það gefur svo mikið ekki bara fyrir þig heldur einnig fyrir á sem sjá brosið þitt!!!...

sunnudagur, janúar 10, 2010

Á einni viku er búið að vera nóg að gera... þetta nýja ár 2010

Jæja skólinn er byrjaður og allt er komið á sinn vana-gang....Ég er samt nú ennþá að reyna að gera sofnað á réttum tíma á kvöldin og vanka á réttum tíma á morgnanna...En það kemur.

Um helgin fór ég til pabba og co. Við fór í smá ferðalag...við skelltum okkur austur fyrir fjall og inn í Þórsmörk sem mér fannst nú ekki leiðilegt.

Svo núna í vikunni þá byrjar ballið í heimalærdómi, bæði hjá mömmu, Hilmari og mér....eins og alltaf nóg að gera.

En helsu fréttirnar voru þær að afi og Rúna fóru í gær morgun og þurftu að nauðlenda í GANA. Eftir mikið stress og áhyggjur hjá mömmu (gömulu) þá eru þau farin aftur upp í loftið og verða komin til Sonju í kvöld. Þetta var víst ekkert grín enda leið mömmu mjög illa en allt reddaðist allt á endanum....

Jæja heyrumst fljótlega...knús Matti patti...

föstudagur, janúar 01, 2010

Gleðilegt nýtt ár 2010


Elsku vinir og ættingjar

Guð gefi ykkur gleðilegt nýtt ár og

meigi allar ykkar óskir rætast.

Knús Marteinn og fjölskylda