Þetta er búið að vera yndislegt sumar. Ég var á miklu flakki eins og vanalega. Ég var í sveitini hjá Ömmu, fór norður til Ásdísar og Ragga. Einnig fór í ferðalag með Agli og co. Hitti frænda minn sem býr í Ameríku...það var voða gaman. Svo kom ég og stoppaði smá hjá mömmu og Hilmari. En yfir höfuð þá var þetta bara æðislegt sumar og ég skemmti mér mjög vel.
Ekki má gleyma ég tók þátt í skagamótinu og skemmti mér alveg rosalega vel. Svo átti ég auðvita 8 ára afmælið mitt.
Það má því segja að ég átti bara rosa gott sumar og vona að allir hafi haft jafn yndislegt og ég :-)
Læt ykkur svo vita hvernig skólinn fer en það var skólasettning í dag. Var bara smá spenntur :-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli