Jæja er búin að vera í Reykjavík í viku núna og hef varla haft tíma fyrir hana mömmu mína. Ég sagði við hana og Hilmar í gær að ég þyrfti bara að sinna aðeins honum pabba mínum, þar sem ég sæi hann svo sjaldan. Og þau mættu bara sækja mig þegar við færum aftur norður! (og hana nú!). Mamma og Hilmar vissu nú ekki alveg hvert þau ætluðu þau hlógu svo mikið en fór með mig beint til pabba en þar sem hann var að vinna fékk ég bara að fara aftur í bíó...(aftur á sömu myndina sem ég var búin að sjá daginn áður, þar sat ég einn og hafði það gott þar til að pabbi var búin að vinna).
Er núna hjá honum afa mínum þar sem pabbi og Sigrúnu eru að vinna en svo ætlar Sigrún með okkur strákana í sund og eitthvað meira.
Svo á morgun kemur Krissi og ætlar að taka mynd af okkur bræðrum. Og síðast sem mamma vissi þá ætlum við (pabbi, Sigrún og Egill) svo upp í bústað á föstudaginn og fá að leika okkur á fjórhjólinu...gaman gaman.
Sem sagt það er bara stuð og fjör hjá mér... heyrumst bráðlega..
2 ummæli:
Hæ Matti og Helga - ég fékk nú enga heimsókn frá ykkur í þessari Reykjavíkurferð.... hummm þið komið kannski næst??? p.s. ég varð að hætta við Akureyrarferðina mína um daginn vegna veikinda...! kv. Hildur
Hæ hæ Hildur mín, ég var svo mikið hjá pabba og mamma varð svo lasinn þannig að við gerðum nú ekki mikið. En lofum að koma í næstu ferð... Ég vona að allir séu hraustir núna. Heyrumst fljótlega. Knús Matti og Helga.
Skrifa ummæli