laugardagur, desember 16, 2006

Mamma komin suður!

Núna er allt eins og það á að vera!
Mamma er komin suður eftir að hafa verið að taka jólaprófin og viti menn hún er búin að fá úr tveimur áföngum og það er hægt að segja að hún hafi staðið sig mjög vel í þeim..(hún er allavegana mjög ánægð).
Þegar pabbi kom með mig heim til Magga afa og mamma sá mig þá öskarði hún úr gleði hún var búin að sakana mín svo rosalega mikið. Og í dag er laugardagur og við höfum verið límd saman ég og mamma. (mömmu finnst það nú ekki leiðilegt að hafa besta strákinn sinn hjá sér.)

Í gær þá kom Egill bróðir í heimsókn til okkar og við vorum rosa góðir......jaaaaaaa þar til að við fengum smá sykur þá fórum við aðeins að hressast!! hehe Við bökuðum piparkökur og held reyndar að honum bróðir mínum hafi fundist deigið svolítið gott, mamma var alltaf að segja við hann að hann myndi fá í magann en.....hann var nú bara sáttur við það þar sem hann er með svo stóran og sterkan maga!! Svo fannst mömmu smá fyndið hvað Egill bróðir reyndi allt til að fá mig heim til pabba okkar en ég lét bara ekkert eftir, mig langaði bara að vera heima hjá mömmu. Egill reyndi að nota tölvuleiki sem hann ætlaði að kenna mér á en ég sagði bara við hann að hann gæti kennt mér á það næst en þá var hann ekki til í það. Þá sagði ég bara Egill minn! Leyfðu mér aðeins að hugsa málið... Við erum nú alveg kostulegir.......enda hló mamma mikið af okkur.

Ég var svo sniðugur að ég ákvað að setja afa skó út í glugga (því hann er stærstur) en þegar afi ætlaði út þá fann hann ekki skóinn sinn og það var svona smá fyndiðið! Þurfti því að skila skónum til baka og tók því bara næst stærsta skóinn í staðinn!!!

Jæja ætla að fara til pabba gamla...er að fara á jólaball.
Heyrumst.

sunnudagur, desember 10, 2006

4 dagar þar til að ég fer suður!!!

Það er alveg ótrúlegt hvað maður er háður börnum sínum. Marteinn er búin að vera í 1 viku í Reykjavík og ég sakna hans alveg óstjórnlega mikið. Ég á vera að læra undir próf en geri ekkert annað en að skrifa jólakort og skoða gamlar myndir af honum þegar hann var lítill. Ég heyrði nú aðeins í honum á laugardaginn en það var svo mikið að gera hjá honum þar sem hann og Egill bróðir voru að skreyta. En ég náði nú smá athygli þegar ég sagði við hann að það væri búið að snjóa og snjóa hérna á Akureyri, þá var hann nú alveg til í tala við mig í smá stund en var nú fljótur að rétta bara bróður sínum símann. Ekki að það var nú alveg yndislegt að heyra líka í honum þar sem ég hef ekki heyrt í honum í langan tíma. Það var bara mjög gott að heyra að þeir bræðurnir voru glaðir og það vara nóg að gera á þeim bæ.
Það er nú ekki nema 4 dagar þar til að ég fer suður og ég get fengið að halda á Matta mínum og notið þess að eyða jólafríinu mínu með honum án stress og leiðindi. Við ætlum að gera svo margt skemmtilegt og njóta þess að jólin séu að koma.

Æja gott fólk, ætla að halda áfram að læra...heyrumst fljótlega knús og kossar frá okkur báðum.

föstudagur, desember 08, 2006

Hvert eigum við að fljúga næst??

Halló Matti minn,

Ég man þegar að ég sá þig í fyrsta skiptið heima hjá mömmu þinni og án þess að sjá mig hljópstu til mín og stökkst upp í fangið á mér. Kom reyndar síðan í ljós að þú hélst að ég væri barnapían, því að hún heitir Ingibjörg eins og ég:-) En engu að síður þá er alltaf voða gaman hjá okkur, þú nærð alltaf að draga mig inn í herbergið þitt þar sem að við förum að leika okkur í flugvél:-) Ég veit ekki hvert við höfum ekki flogið, að vísu alltaf smá hamfarir á leiðinni en við lendum alltaf heilu á höldnu á áfangastað. Núna ertu í Reykjavík þannig að ég get ekki kysst þig gleðileg jól en við sjáumst á nýju ári hress og spræk á Akureyri:-)

Kiss og knús
Ingibjörg

miðvikudagur, desember 06, 2006

Bróðir minn EGILL ORRI


VITIÐ ÞIÐ HVAÐ??? .......HANN BRÓÐIR MINN
KEMUR HEIM Í DAG....

það á eftir að vera mikið fjör og glens hjá okkur strákunum....

ÞÚ ERT BESTI BRÓÐIR Í HEIMI...

Mynd tekin í sumar....við höfum aðeins stækkað!

Breyting hjá Matta

Það eru nú miklar breytingar í kringum mig. Ég er sem sagt fyrir sunnan núna þar sem hún móðir mín er að reyna við að komast í gegnum jólaprófin sín svo kemur hún suður 14 des. Og ætlum við þá að gera margt skemmtilegt fram að jólum. Við ætlum að reyna að gera þessi jóla eins jólaleg og hægt er, sem sagt halda í gömlu hefðirnar sem hafa verið í fjöldkyldunni okkar (hennar mömmu) og búa til nýjar hefðir með okkar litlu fjölskyldu.

En þessar breytingar sem eru að gerst núna eru þær að Egill bróðir og Sigrún mamma hans eru að flytja inn til pabba gamla og verður það rosa breyting fyrir alla en alveg örugglega bara mjög góð breyting. Sem sagt Egill bróðir er loksins að koma heim frá Svíþjóð og þarf ég því ekki lengur að sakna hans svona rosaleg mikið. Ég var rétt í þessu að útskýra fyrir mömmu í símann að núna myndu Egill og Sigrún búa hjá pabba, ég var nú eitthvað að velta þessu fyrir mig en þá sagði mamma við mig: er það bara ekki í góðu lagi ástin mín því þá þarftu núna ekki lengur að fara alla leið til Svíþjóðar að heimsækja þau. Eftir smá umhugsun þá fannst mér þetta bara ekki svo slæm hugmynd og hélt því bara áfram að tala við mömmu og spurði bara hvernig henni gekki í prófinu sem hún var í um morguninn. Og einnig lét ég hana vita að hún mæti alveg kaupa 2 bíla þegar hún kæmi suður, ein svartan og ein rauðan. Og ekki má gleyma að ég sagði við hana að hún væri besta og fallegast mamma í heimi...(stundum get ég verið svo væmin..mömmu leiðist það nú ekki)...

Sendi ykkur nýjar myndir bráðlega þar sem Matti var að skreyta fyrsta jólatréið okkar hérna fyrir norðan...