Föstudags-kvöldið okkar mömmu er alltaf rosa kósý. Við byrjum á því að leika okkur í Lego svo var pöntuð pizza (við skulum gefa henni móður minni smá heiður, hún bakar líkar stundum pizzur var ekki alveg í stuði í kvöld). Svo þegar við vorum að bíða eftir pizzunni þá fór ég í sturtu og í náttfötin mín, ég var ný búin að klára að klæða mig í þau þegar pizza-man kom og ég fékk að borga honum og fékk til baka afgang sem fór í baukinn minn.
Svo sátum við mamma við borðstofuborðið með kertaljós og fegnum okkur gómsæta pizzu í boði Dominos!!!
Ekki leið á löngu að Latibær byrjaði og við komum okkur fyrir inn í stofu og sátum þar og skemmtum okkur konuglega. Eftir Latabæ skipti mamma um stöð og ætlaði að horfa á IDOLIÐ og ég átti nú að fara upp í rúm en ég var nú bara ekki á sama máli þannig að ég fékk að horfa á lögin. Svo steinsofnuðum við bæði í stólnum hans afa gamla.
(en áður en ég sofnaði þá var ég alveg búin að gefa skoðun mín um hver ætti að detta út og viti menn það var hann INGÓ)......ég leyni á mér...HAHAHHA
Engin ummæli:
Skrifa ummæli