Jæja fólk ég fór í mín fyrstu tannlæknaferð í morgun og viti menn ég var alveg rosalega duglegur ef ég segi nú bara sjálfur frá :-)
(Bara milli mín og ykkar þá held ég að hún mamma mín hafi verið stressaðari en ég usss ekki segj henni þið vitið hversu sár hún getur verið...hehe). En nóg með Tóti tönn (tannlæknirinn minn) var bara mjög ánægður með tennnurnar mínar eina sem hann var ekki sáttur við var að ég hefði notað snuðið of lengi en hann sagði reyndar að það myndi lagast þegar ég fengi stór tennurnar mínar. Ég var svo duglegur að ég fékk stór verðlaun og ekki bara eitt heldur tvö. Dömurnar í afgreiðslunni þeir alveg elskuðu mig (hvað ég sagt ég bara svo mikill sjarmör!!!).
Fór svo í leikskólan og sagði öllum frá hvað ég hefði verið duglegur og að hann pabbi minn væri að koma að sækja mig í dag (loksins, hann er búin að ver í USA í2 vikur).....Þannig að við getum sagt að þessi dagur byrjaði vel og endar vel eins allir dagar eiga gera. Takk fyrir allt love you all.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli