Í dag var hringt í mömmu upp í vinnu sagt henni frá því að ég hafði slasast aðeins. Við vorum sem sagt að hoppa yfir lækinn í laugardalnum þegar ég og Tómas vinur minn skullum saman í loftinu og bamm duttum báðir niður. Þegar Mikki kennari koma og sjá þetta lá ég alblóðugur og framtönin mín laus. Í fyrstu heldu þeir að þetta var fullornis tönnin mín en svo var það ekki sem betur fer.
Svo þegar mamma sótti mig þá sagði ég við mömmu og Hilmar...jæja við þrufum ekki að hafa áhyggur að tönnunum mínu yfir því hvað þær eru lengi að losna....ég sé bara um að skella mér í hann Tómas!!
Svo reyndar í morgun var minn maður mikið bólgin og blár allur en var alveg á því að fara í TBR þar sem á að fara í sund í dag.
Eftir miklar umræður við mig og þá í TBR var ákveðið að leyfa mér að vera og þeir myndu bara hringja ef eitthvað kæmi upp á....
Þrjóskur nei...ég getur ekki verið!!! Hvað finnst ykkur??
Engin ummæli:
Skrifa ummæli