....þessa dagana hefur líf mitt snúist um fótboltamöppuna mína.. Ég lenti í því að hún var stolin af mér í skólanum. Og þrátt fyrir að Börkur reyndi að gera eitthvað í málunum..fékk amma Gróa nóg lét skólastjóran vita að hún væri ekki ánægð með þetta!!! (Amma gó gó)... En mappan mín er en ófundin...
En í gær fékk ég nýja (og síðustu möppuna mína)!! Hún mamma gamla keypti nýja möppu og tvö pakka. Ég var svo glaður að ég er búin að vera rosa stilltur alla helgina. Við mamma skeltum okkur til afa gamla og Rúnu upp í bústað í gær og skemmtum okkur rosa vel. Fengum spítur fyirr kofan minn, fórum að veiða og svo í heita pottin.
Við komum heim svo um kvöldmatarleytið þar sem Hilmar okkar var veikur heima og gáfum honum að borða svo horðum við á Star Wars...(nýju myndina)... Vá hvað mamma veit ekkert í þessu... ég þurfti að útskýra myndina fyrir hana...þessi ljósaka hún mamma mín...hehe
Í dag höfðum við öll rólegan dag...sáfum öll til hádegis og svo um 4 ákveðaði Hilmar að skella sér út og taka mig til Gumma upp í bústað.... Fór ég þar í heitapottinn og skemmti mér konuglega!!
Svo á morgun byrjar vika 2 í TBR....Það er svo gaman þar!!
Heyrumst flótlega..knús og kossar Matti patti
Engin ummæli:
Skrifa ummæli