miðvikudagur, júní 17, 2009

Krossnes

Egill Andri og ég Matti patti er ég ekki flottur!!

Jæja gott fólk það er búið að vera mikið að gera hjá eins ALLTAF!!
Skólinn er búinn og allt gekk mjög vel í honum. Ég er sem sagt mjög ánægður að vera komin til Reykjavíkur.
Ég var svo heppin að amma Systa bauð mér að koma til sín í rúma viku það er búið að vera mikið ævintýri. Það er nú alltaf eitthvað að gerast í sveitinni. Egill Andir var líka og stelpurnar frá Hofsósi þannig að ég hafði fullt af krökkum að leika við.

Egill Andri og ég "VEIÐIMENNIRNIR"
Við Egill Andri og Úlli afi fórum og veiddum einn minnk sem var búin að vera trufla kindurnar hans afa. Svo fórum við sund og hjálpuðum ömmu og afa við sveitastörfin og einnig vorum við duglegir að hjálpa Hilmari í sundlauginni. Hilmar og strákarnir í sveitinni voru að gera sundlaugina á Krossnesi voða fína. Þannig að ég mæli með því að allir sem eiga leið hjá á Ströndunum skelli sér í laugina...
Svo í dag var 17 júní...... sem er nú alltaf gaman nema í þetta skipti fékk ég að upplifa hann í sveitinni. Sem var nú ekki leiðiegt..... Ég til dæmis var svo rosalega duglegur í hlaupinu að ég vann og fékk verðlaunapening og svo annan fyrir pokahlaup... Þannig að ég á núna 2 verðlaunapeninga....Og er mjög stoltur af því!!
Mamma: (í símanum) Hæ ástin mín...var ekki gaman í dag?
Matti: Jú hú....
Mamma: amma sagði að þú hefðir hlupið alveg ótrúlega hratt..
Matti: já jú nei....eða sko ég eigilega vara tók þetta með stæl og hjólp á undan öllum...og hinum voru bara eins og sniglar!! Ég var lang fyrstur!
Matti: Mamma þú veit það ég er bestur!
Mamma: (voða stolt) og segir já ég veit það ástin mín þú ert bestur og voða duglegur.
Núna eru við Hilmar, Árni Geir og Egill Andri á leiðinni heim til Reykjavíkur... Mömmu til mikillar gleði. Ekki það ég fer til pabba og verð hjá honum fram á sunnudag en svo fær mamma að hafa mig alveg óskiptan í 2 vikur....jíppý fyrir mig og mömmu og Hilmar..
Sitji inn tvær myndir sem amma tók af mér.
Hafið þið öll yndislegan dag og Gleðlegan 17. júní!!
Ykkar Marteinn

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þetta er flottur sveitastrákur á Krossnesi!

Kv.Auður, Eyfi og Úlfar Jökull