Þá er komið að ferðinni minni. Ég fer á þriðjudaginn með pabba, Egill Orra og Sigrúnu til Ítalíu. Ég er búin að vera svo spentur að ég var alveg viss um að Sigrún væri farin án mín í morgun. Ég var alveg viss um að pabbi myndi ekki skilja mig eftir en Egill og Sigrún væru farin. En eftir að mamma og Hilmar voru búin að útskýra að þau myndu nú ekki skilja mig eftir þá róaðist ég.
Ég kíkti aðeins á ömmu Möttu og Kalla afa í dag....og auðvitað fékk ég afmælisgjöf....ég er svo heppin takk innilega fyrir mig.
Ég mun senda ykkur kveðju aftur þegar ég kem heim...
Elsku Hilmar innilega til hamingju með útskriftina á laugardaginn næst komandi....ég vildi að ég gæti verið með ykkur mömmu....love you
1 ummæli:
Hæ sæti og innilega til hamingju með afmælið um daginn, leiðinlegt að við hittumst ekkert. En ég fékk nú að sjá þig á vellinum ;) Góða skemmtun úti og hlakka til að sjá þig, mömmu þína og Hilmar þegar þú kemur heim. Ég panta hér með smá heimsókn. Knús til ykkar XXX kveðja Hanna María
Skrifa ummæli