sunnudagur, apríl 29, 2007

20 stiga hiti á AKUREYRI..

Viti menn þessi helgi er búin að vera alveg geðveik. Ég er bara búin að vera í stuttbuxum og úti að leika mér. Ég man nú ekki eftir því að hafa geta gert það svona snemma í Reykjavík áður en ég er allavegana rosaleg ánægður.

Mamma og ég fórum til Ásdísar á laugardaginn og gistum eina nótt. Mamma var á hótelinu að læra á meðan ég var að leika við Elvar Goða og Önnu. Málið var að mamma er að vara í 6 próf núna í næstu viku þannig að það er nóg að gera hjá henni en hún vildi endilega koma í Mývantssvetina til að skipta um umhverfi og svo að ég gæti leikið mér.
Eins og alltaf var tekið rosalega vel á móti okkur og hugsað vel um okkur. Enda er alltaf gott að koma til Ásdísar og Ragga. (alveg einstök hjón....)

Svo komum við heim í dag á Akureyri og þar var 21 stiga hiti og mamma þurfti því miður að fara að læra en ég og Hilmar fórum út í Zorro leik og svo út að hjóla...

Mér er farið að hlakka til að fara til pabba gamla og Sigrúnar... um næstu helgi, það má alveg segja að ég sé mjög heppin drengur og fullt af fólki elskar mig. ..... Hlakkar til að sjá ykkur!!

Mamma fór í foreldraviðtal í síðustu viku og viti menn ég stend mig bara mjög vel. Fóstrunar eru mjög ánægðar með mig og svo ánægðar að ég er að fara á stóru deildina..
Mér gengur svo vel að læra stafnina og er meira segja farinn að pæla í stærðfræði...(snillingur!!)

Afi Maggi kemur eftir 2 vikur þegar mamma er búin í prófum þá verður rosa gaman, hlakkar mikið til að sýna honum alla nýju vinina mína og svo er hann búin að lofa mér að fara í sund.

Jæja eins og þið heyrið þá gengur alveg rosalega vel. Ég er rosa sáttur og hlakka bara mikið til þar til nýr dagur kemur á Akureyri.

Koss og knús frá Mömmu og Hilmari... sjáumst hress bráðum....

mánudagur, apríl 16, 2007

Myndir og fréttir..

Nú erum við komin heim aftur (norður) og mér fannst mjög gaman að fara aftur í leikskólan eftir 1 1/2 viku frí. Veðrið hérna er orðið svo gott að ég er bara endalaust úti að hjóla og svo er ég búin að kynnast nýjum krökkum. Ég held að ég get sagt að þessi flutningur í íbúðina hans Hilmars (Klettastíg)voru þau bestu. Hérna get ég verið úti alveg eins og vill (þar til að mamma kallar á mig) það eru fullt af krökkum hérna á mínum aldri og svo er meira segja ein stelpa sem heitir Magnea sem er 4 að verða 5 22. júní og hún á heima hliðin á mér. Svo er það Elvar vinur minn og Guðmundur sem eiga heima í næsta húsi, sem segt fullt af vinum....

Það var nóg að gera hjá mér um helgina... Ég var svo heppin að mamma og Hilmar gáfu mér Playstation 2 og hef ég verið að leika mér smá í því. Svo á laugardeginum komu Bergvin, Anna, Ísak og Karen í heimsókn og þau gistu öll hjá okkur. Það var rosa mikið fjör á bænum. Við vorum rosalega dugleg að vera úti að leika okkur og sofnuðum öll snemma um kvöldið....en það má líka alveg segja að við vöknum snemma...(klukkan 7 ) mömmu og Hilmari til mikilar skemmtunar..... Á sunnudagskvöldið sofnaði ég mjög hratt enda mjög þreyttur eftir langa og skemmtilega helgi.

Hérna koma nokkar myndir frá því um páskana og svo af okkur 4 sofandi.....Það vantar mynd af Karen en hún svaf hjá mömmu.

Matti sæti..

Matti sæti Matti og fjarstýriðibíllinn hans sem Hilmar gaf honum.


Bergvin og Ísak

Ég og Anna...(maður byrjar snemma...hehe)

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Reykjavík

Jæja er búin að vera í Reykjavík í viku núna og hef varla haft tíma fyrir hana mömmu mína. Ég sagði við hana og Hilmar í gær að ég þyrfti bara að sinna aðeins honum pabba mínum, þar sem ég sæi hann svo sjaldan. Og þau mættu bara sækja mig þegar við færum aftur norður! (og hana nú!). Mamma og Hilmar vissu nú ekki alveg hvert þau ætluðu þau hlógu svo mikið en fór með mig beint til pabba en þar sem hann var að vinna fékk ég bara að fara aftur í bíó...(aftur á sömu myndina sem ég var búin að sjá daginn áður, þar sat ég einn og hafði það gott þar til að pabbi var búin að vinna).

Er núna hjá honum afa mínum þar sem pabbi og Sigrúnu eru að vinna en svo ætlar Sigrún með okkur strákana í sund og eitthvað meira.

Svo á morgun kemur Krissi og ætlar að taka mynd af okkur bræðrum. Og síðast sem mamma vissi þá ætlum við (pabbi, Sigrún og Egill) svo upp í bústað á föstudaginn og fá að leika okkur á fjórhjólinu...gaman gaman.

Sem sagt það er bara stuð og fjör hjá mér... heyrumst bráðlega..