þriðjudagur, mars 06, 2007

Möfflur og myndir

Ég var svo heppin í dag þegar ég kom úr leikskólanum að mamma var að baka vöfflur (möfflur). Ég var ekki alveg að ná því að segja vöfflur en það kom á endanum eins og vöfflurnar hennar mömmu....

Það var ekki alveg að ganga upp hjá henni fyrst en ég var samt duglegur að hughreysta hana og sagði: mamma mín þetta er samt flott hjá þér og þú getur þetta alveg, ég veit það!!

Hérna er mynd af mömmu og Ingibjörgu vinkonu okkar ... þetta er frá árshátíðinni!!

og hérna er mynd af mömmu og Hilmari....

1 ummæli:

Ingibjörg sagði...

Halló Matti minn,

Jæja, er ekki fínt að vera fluttur á Klettastíginn :-) Hún mamma þín er aldeilis búin að koma þér vel fyrir í litla sæta herberginu þínu. Verst að nú er lengra fyrir mig að koma til ykkar, en smá labb er nú bara hollt

Sjáumst á morgun
Ingibjörg