

Síðasta helgi var nú alveg ótrúleg skemmtileg helgi. Við fórum öll í Mývantsveit á föstudaginn í afmæli til Elvar Goða hann var 6 ára "INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN". Svo fékk ég að gista hjá Ásdísi og Raggi. Ætlaði að vera bara fram á laugardag en hafði engan áhuga að koma heim... Þegar að átti að koma að sækja mig á sunnudeginum þá var bara enginn mögleiki á því þar sem það var ófært um Víkurskarð. Þannig að ég var svo heppin að gista 3 nætur hjá Ásdísi og Ragga. Ég fékk að fara á snjósleða og við Elvar Goði vorum rosalega duglegir að leika okkur út.
Takk Ásdís og Raggi fyrir að hafa mig þið eruð alveg einstök!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli