fimmtudagur, október 29, 2009

Úppps við gleymdum að vigta tönnina...hvert gramm skiptir máli...
Er það ekki?????

Sorry en hann stal senunni...

Smá danskennsla frá einum 7 ára æðislegum dreng...
Elvis sjálfur mættur á staðinn....aðrir gera betur...(sorry en ég stal senunni!)


Smá Mikeal Jackons move´s!!


...og smá rock and role.....

ekki má gleyma John Travolta sjálfum...(Grease)....

Enda er ég bara lang flottasti gaurinn í bænum......!!

Fjölskyldan í göngutúr...

Flottastur...tilbúin í slaginn...

Skíðaæfingarnar komu vel að notkun upp brekkuna...

Smá aðstoð hjá Hilmari mínum...

Mamma og ég....

Ljósastórinn tilbjargar...

Myndir....

Stoltur ungur strákur....tönnin farin og voða gaman að segja FFFFFFFFFFFFF og ÞÞÞÞÞÞ


Mamma sjáðu þér tókst það....

Smá blóð en rosa glaður strákur..

miðvikudagur, október 28, 2009

Tönn farin......

Minn var nú ekkert smá glaður í gær! Framtönnin hans upp gafst upp fyrir mömmu eftir miklar tilraunir að ná henni út....

En hann var nú ekki svo glaður þegar hann hélt að tannálfurinn væri búin að gleyma sér þegar hann vaknaði í morgun....úppsss en tannálfurinn náði að redda sér rétt fyrir horn..hehehe

föstudagur, október 23, 2009

Vetrafrí....

Mínum fannst nú ekki leiðilegt þegar honum var tjáð að hann væri að fara til ömmu og afa á Ströndum þar sem það væri vetrafrí í skólanum. Nema gær leit það nú ekki neitt rosalega vel út fyrst hvort flogið yrði.......en eftir klukkutíma þolimæði fór litla vélin upp í loftið með Matta mínum í með bros og rosa sáttur!

Um kvöldið hringir mamma:
Mamma: Hæ hæ Matti minn
Matti: Hæ Mammam mín, ég er svolítið upptekinn en mig langar að segja þér að ég elska þig rosa mikið
Mamma: ég elska þig líka en hvað ertu að gera svona mikið??
Matti: Við amma erum að fara prjóna!
Mamma: nú jæja, rosalega ertu duglegur
Matti: Já ég veit það!

Heyrumst eftir helgi....

sunnudagur, október 18, 2009

Mikið að gera eins og vanalega...

..... um síðustu helgi þá var ég hjá pabba og co. Nema það var engin venjuleg helgi, þar sem pabbi og Sigrún voru að gifta sig þá helgi. Ég skemmti mér konuglega og var rosalega ánægður með daginn þeirra. Til hamingju pabbi og Sigrún og auðvitað Egill og Ragnheiður!


En þessi helgi var líka mikið að gera!
Föstudagur vour við Hilmar bara heima og höfðum það bara rosa kósý þar sem mamma fór á vinnudjamm með Íslandsbanka. Svo á laugardeginum fór ég í vinaboð hjá honum Arnaldi og við fórum út á Klappratún og í ratleik. Váááá það geðveikt! Enda vissi ég allt....! (einn alltaf örugg með sjálfan sig).

Í dag fór ég fótbotlaæfingu og stóð mig eins og hétja...(Allavegna fannst mömmu það). Svo fóru ég í afmæli til Búa sem er með mér í bekk og þar á eftir kom mamma og sótti mig við fórum í skírnarveislu hjá Héðni og Eyrúnu...Innilega til hamingju með nafnið á litla " Úlfur Ásbjörn" glæsilegt og stórt nafn.

Núna ligg ég stein sofandi upp rúminu mínu eftir þess yndislegu helgi.

ps. Næsta helgi verðu nú ekki leiðilegri... en þá fæ ég að fara til Ömmu Oddný....Og eins og þið vitið þá finnst mér nú ekki leiðilegt að vera þar. (Það er vetrafrí í skólanum....)

miðvikudagur, október 14, 2009

Hanna María

Til hamingju með daginn elsku Hanna mín....
Hlakka til að sjá þig sem fyrst og lillu dúllan sem er inn í maganum þínum.
knús og kossar
Marteinn

fimmtudagur, október 08, 2009

Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag....

Afmælisbarn dagsins.
Elsku best frænka í heimi innilega til hamingju með daginn!
Njótu hans og gerðu eitthvað rosalega skemmtilegt....Við erum
hjá þér í huganum...
knús og kossar Marteinn, mamma og Hilmar

mánudagur, október 05, 2009

Logi Garpur, fótboltaæfing og nýja gellan í VOX klúbbnum

Áfram VALUR!!

Bestu vinir...

Mamma ég er alveg búin á því eftir 2 æfingar í röð!!

Flottur hópur!! Áfram VALUR....

Ertu tilbúin.....hér kemur boltinn

Sigrún, Lára og nýja gellan okkar...

Lilla Grönqvist mjög hrifin af Kristín Söru


Kristín Sara og lillan (fær nafn um helgina)..

Mamma og Lilla Grönqvist...

laugardagur, október 03, 2009

Matti og Rabbi vinur hans...

Fljót mamma við erum í tú play.....


Ég efast um að Börkur hefur séð þessa tvö svona einbeita...

Þessi er flott.....með lokuð augu..hehe

FACEBOOK

Matti: Mamma ég þarf að fá FACEBOOK!
Mamma: FACEBOOK!!!
Matti: Já það eru allir með það...(mikið rétt...nætum því allir)...
Mamma: Matti minn þetta er nú bara meira fyrir eldra fólkið..
Matti: En Mamma Egill Andri er með FACEBOOK og mig langar að vera vinur hans...
Mamma: Já ástin mín hann er líka aðeins eldri en þú....og á sína tölvu...en mamma ég get sko bara notað þína tölvu og þá get ég átt alveg 1000 vini...(mamma alveg brosir út fyrir eyru)
Matti: Enda ert þú líka á FACEBOOK og átt fullt af vinum...má ég ekki vera vinur þinn?? (alveg með ekkaaaa))...(HVAÐ Á MAMMA SEGJA VIÐ ÞVÍ!!)
Mamma: En þú ert vinur minn þarft ekki tölvu til þess....
Matti: Mamma sko þú ert bara ekki skilja þetta!!! Ég tala við þig bara á morgun....
(Hann er ekki nema 7 ára og hann stækkar og stækkar vá hvað ég vildi að hann væri alltaf bara 7 mán....)

þessar elskur....
Nokkar myndir fyrir svefinn.

Smá heitt mjólk fyrir svefninn...mömmu finnst það svo gott!


Góða nótt allir...knús kossar