miðvikudagur, ágúst 26, 2009

Lestartími....hjá fjölskyldunni..

Fjölskyldan saman að lesa öll upp í Matta rúmi.....voða kósý

Bestu vinir!! Það slær enginn Hilmar út!

Skólinn og Latibæjarhlaupið...


Skólinn byrjar bara rosa vel. Ég bara sést ekki allan daginn er bara úti að leika mér í fótbolta með strákunum og stelpunum...Kem svo heim rétt til að fá mér að borða og lesa .....(ekki má gleyma því) og svo fæ ég oftast heimsóknir í klukkutima...rétt fyrir háttatíman.
Mamma er rosa glöð að ég að kynnast fyllt af nýjum strákum og stelpum og líður bara mjög vel!!


Matta amma og ég!
Ég tek þátt í upphitunni á fullu
1.2.3. og af stað....
Matti: 1 skref í viðbót...og þá ertu komin í mark!!

Ég og Íþróttarálfurinn sjálfur...

Ég og mamma bæði alveg búin á því....en þetta var yndislegur dagur...

Pabbi, ég og Sigrún...
Læt ykkur vita þegar lengra líður á hvernig gengur...já alveg rétt ég er að fara byrja með VAL í fótbolt og handbolt....Sem sagt nóg að gera hjá mér eins og alltaf.

föstudagur, ágúst 21, 2009

Komin heim eftir langa fjarveru með pabba og fjölskyldu....sem var mjög gaman en það er nú alltaf gott að koma heim.....
Í gær var rosa gaman hjá okkur Ingibjörg vinkona mömmu gisti hjá okkur og hún er sko minn besti vinur....það er svo gaman þegar hún á að svæfa mig.....tekur alltaf klukkutíma í stað þess þegar mamma eða Hilmar gera það þá tekur það 10 mín......

Í morgun þá vöknuðum við mamma og Ingibjörg um 9:30 leytið og tókum okkur til. Ingibjörg skutlaði okkur til afa Magga sem passaði og mamma fór til Hilmars upp í vinnu til að læra þar til hún fór í próf kl.14....við skulum ekki vera tala um hvernig henni gekk...En hún er allavegna í góðu skapi... Svo um 5 leytið þá kom mamma og sótti okkur Hilmar og við fórum í Laugardagshöllina til að ná bolinn minn og allt sem þarf fyrir hlaupið á morgun......Ég ætla sko að vinna!!!

En núna sitjum við öll saman að horfa á mynd saman og ætlum svo snemma sofa svo ég verð hress og kátur á morgun í hlaupinu.....

Áfram Matti, Áfram Matti.....

Svo má ekki gleyma ég fá að vera með annað kvöld .... þá ætla mamma og Hilmar og vinir okkar að skella okkur í bæinn og upplifa menningarnótt....(veit reyndar ekki alveg hversu lengi ég fæ að vera lengi....en vonandi lengi....)

Jæja ætla að fara að klára að horfa á myndina mína svo upp í rúm...

Knús og kossar Matti..

ps. Myndir koma á morgun frá deginum okkar..

sunnudagur, ágúst 16, 2009

Árni og Oddný amma

Besti frændi og lang besta amma í heimi... Árni frændi og amma Oddný í brúðkaupinu
hjá mömmu og pabba..

Flottasta fjölskyldan mín..

Heppnasta og flottast fjölskylda í heimi....
Eins og ég segi alltaf við mömmu og Hilmar
við erum svo ýkt flott!!
Og okkur finnst svo gott að kúra og að vera
saman og spila og knúsast!!
Það besta sem ég veit þegar Hilamr er að
að knúsa mömmu þá er ég mjög fljótur
hlaupa á milli og verða samlokuknús!!!...

fimmtudagur, ágúst 06, 2009

Nokkarar myndir frá verslunarmannahelginni...

Minn að hafa það kósý aftur í bíl að horfa á mynd....

Undirbúa pissustopp.......

......mamma!! maður tekur ekki mynd á meðan maður er að pissa!!

Allt búið og tilbúin í slaginn aftur...

Flottasti strákur í heimi...fyrir utan kaffihúsið í Norðfirði

....og það rignir...kemur á óvart...