mánudagur, júlí 06, 2009

Helgin var nú stórt klúður.....hehe en lagaðist svo á Sunnudeginum....
Þegar mamma og Hilmar sóttu mig á föstudaginn var ég eitthvað ekki alveg ég sjálfur. Þegar við komum heim þá mældi mamma mig og ég var komin þá með 38,8 þannig ég og mamma vorum bara heima meðan Hilmar og Gummi skelltu sér á Strandirnar.
Svo um miðnætti var hitin orðin 40 stig...mömmu leist nú ekki á þetta.
Ég kvartaði bara yfir hausverk og magaverk...ældi alla nóttina og gat ekki hreyft mig þar sem mér var svo illt í hausnum...
Mamma talaði svo við læknir og eftir að hann var búin að hlutsa smá stund á hana sagði hann við hana getur ekki bara verið að hann sé með MÍGRENI......(neiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii hugsaði mamma)
Mamma var nú ekki glöð að heyra það...Hann sagði gefðu honum paratabs 2 (börn eiga vanalega bara fá 1/2 til 1) en hún mamma ákveðaði að hlusta á lækninn.
Ég steinsofnaði um hádegið og svaf í rúma 3 tíma og vaknaði svo eldhress!!!!
Vildi bara fara heim til pabba og leika við Egill en mamma sagði nú við mig að best væri að slaka aðeins á og skoða svo hvernig ég myndi vera á sunnudeginum.

Sunnudagur kom og ég vaknaði kl. 7 og sagði við mömmu að ég ætlaði núna að fara leika við Egill. Mamma hálf sofandi (okey sofandi) við verðum að bíða til 10 áður en við hringjum í Sigrúnu. En ég var nú bara ekki á því. En ég náði að bíða til 9 þegar ég vakti Sigrúnu og spurði hvort það væri í lagi að ég kæmi. Það var í lagi þegar Egill Orri kæmi heim þar sem hann gisti hjá ömmu og afa.
Ég ætlaðis sko ekkert að bíða eftir því...heldur hringdi ég í ömmu Gróu og afa Villa og vakti þau líka og sagði að ég væri bara að koma...mamma gat nú ekki annað en hlegið af þessu öllu rugli í mér. (ein ákveðinn og mjögggggggggg óþolimóður).
Afi Villi sagði ekkert mál og mamma fór á fætur mjög þreytt klæddi mig og sig og skutlaði mér til afa og ömmu.
Ég lék mér svo allan daginn við bróður minn og gisti einnig hjá honum fór svo á fótboltanámskeið í morgun.

Áfram Fylkir!!!

Jæja allir hresssir og ég rosa ánægður.
knús Matti patti...

Engin ummæli: