mánudagur, október 27, 2008

Jæja komin í borgina aftur....og mamma er alveg að missa sig hún saknar mín svo mikið...
Ég var svo heppin þegar ég flaug suður á föstudaginn.... Það var ekki bara Ólafur Ragnar Grímsson sem flaug með mér heldur einnig Vigfús....hann er svo flottur.... Reyndar held ég að mamma og Ingibjörg hafi verið meira hrifnar en ég var..!! thí thí..
Þegar ég sá hann .... ég var að koma af klósettinu kemur hann inn og váaaaaaaaaá...Ég hlaup til mömmu og sagði mamma hann er RISI...
Svo þegar ég átti að fara í flugið....þá horfði ég bara á þessa flottu menn og ég var dofin upp fyrir haus....Stjörnur í augum og ales...thí thí

Það þarf nú ekki mikið..

knús

sunnudagur, október 19, 2008

Kósý helgi með mömmu!

Já við mamma höfðum alveg yndislega helgi. Hilmar okkar fór suður til að hjálpa ömmu Oddnýu og fjölskyldu með húsið hans langafa. (sem er látinn)....
Á föstudaginn þá kom Ingibjörg til okkar og við leigðum Iron man....(mamma var nú alveg á mörkunum að leigja hana en hún gaf eftir!!!!)....
Þar sátum við þrjú í sófanum og Matti minn í miðjunni...og það var sæng notuð ef mömmu leist ekki alveg á atriði sem ég ætti ekki sjá!!!...
Svo fórum við mæðginin bara snemma að sofa eða þannig...kl.11:30 eftir að spilað nokkur spil...(þjóf) og Hann Matti minn malaði mig algjörlega...

Á laugardeginum fór við smá bíltúr með Ingibjörgu og svo tókum við Róbert í bíó. Okkur fannst það nú ekki leiðilegt. EN þegar við komum heim og mamma var búin að fara út að hlaupa þá vorum við vinirnir búinir að fá nóg af hvor öðrum.....that´s live...
Þannig að mamma elda bara pasta fyrir mig og svo fór ég bað og svo horfðum við á Simson og svo Latibæ.....Eftir það fór ég inn í herbergi að leika mér og mamma horfði á einhverja stelpu myndir....má nú alveg segja hún var alltaf að skipta á milli stöð 1 og stöð 2 eins og vitleysingur...... Ég endaði svo hjá henni og horfði á restina á myndina How to loose a guy in 10 day´s....ég skildi ekki neitt...enda fór ég bara svo upp í rúm til mömmu og fór að sofa...

Svo í dag...vorum við mamma bara rólega fyrir hádegi þar til að hún sá til þess að ég myndi nú fara út að fá mér ferskt loft...áður en ég myndi læra... Ég fór til Matthías vinar minns og var þar frá 12 til 18 .... Mamma hans bauð mér í sund og svo fórum við vinirnir í jólahúsið....Þannig að það má alveg segja að mamma fékk að slappa af og ég skemmti mér konuglega...hehe

Jæja núna ligg ég sofandi í mínu rúmi þar sem Hilmar kom heim í kvöld....Og hlakkar bara til að mæta í skólan á morgun..

ps. Pabbi ég reyndi að hringja í þig alla helgina en enginn svaraði....Þú mátt alveg heyra í mér...

pss. Ég svo flottur að srákarnir í KA eiga engan séns í mig...!!!

fimmtudagur, október 16, 2008

Talandi um sjarmör....

... Matti: mamma má ég fá gel í hárið...
Mamma: ekki í kvöld, kannski seinna..
Matti: ekki málið bara í fyrramálið áður en ég fer í skólan.
Mamma: ????
Matti: Ég ætla líka að velja fötin mín sjálf ...
Mamma: Nú...
Matti: Svo stelpurnar horfi á mig
Mamma: Matti þú ert 6 ára.
Matti: Mamma ef ég fer í þess peysu og buxur þá munu þær taka eftir mér!!

(Elvar Vilhjálmsson....hvar skyldi hann fá þetta!! og líka svona snemma...)

þriðjudagur, október 14, 2008

Þriðjudagur...

.....löng vika þrátt fyrir bara þriðjudagur...

Ég er búin að vera smáaaaaaaaaaaaaaaaá erfiður en það er nú allt að koma! Mamma og Hilmar tóku mig svo í gegn að ég er búin að vera eins og engill!
Stundum er bara erfitt að vera til! En ég gerði mömmu minni alveg grein fyrir því í dag að við mættum ekki kaupa of mikið í NETTÓ þar sem það er kreppa og við ættum ekki mikla penninga!
(Hann meira segja bað ekkert um neitt og bað heldur ekki um að fá "skoaða bara" inn í Toys R us....ég tel mjög gott).

Ég er á fullu í fótboltanum og gengur vel, var reyndar ekki alveg sáttur við þjálfaran í dag þar sem mér fannst ég eiga rétt á vítaspirnu!! EN svona er þetta bara!!

ps. Elsku Hanna María mín Innilega til hamingju með daginn!
pss. Heyrumst bráðlega..

laugardagur, október 11, 2008

Ein enn vikan búin....

Þrátt fyrir að allir (okey flestir hafa áhyggjur af þessu yndislega þjóðfélagi okkar) hef ég engar...
Mér líður svo vel. Það gengur vel í skólanum, roalega duglegur að læra þegar ég er ekki þreyttur....Æfi fótbolta 3 í viku.
Og er mjög duglegur að fara sofa ... eins í kvöld....
Þá vengum við fullt af gestum og þegar þau fóru um ca. 11 sagði Hilmar mér að fara upp rúm og sofa þar sem það væri æfing á morgun.....Það þurfti nú ekki að segja mér það 2x ég fór upp í rúm og stein svaf....

Heyrumst...
knús hdm

mánudagur, október 06, 2008

Skólinn

Mamma: Ástin var gaman í skólanum....
Matti: Mamma þú veist það er altaf gaman...
Mamma: hvað gerðu þið?
Matti: æji það var svo margt þarf ég segja allt?
Mamma: bara 2
Matti: fótbolti og fótbolti
Mamma: en hvað lærðir þið?
Matti: Mamma það var svo margt, hvað þarf ég að nefna marga hluti?
Mamma: 2
Matti.......ummmmmmmmmmmmmmm lita, skrifa og reikna....
Mamma: Varstu duglegur....
Matti. Þarftu að spurja af því!!

sunnudagur, október 05, 2008

RVIK

Ég fór suður aðeins til pabba og co. Pabbi langaði svo að sjá mig enda er ég orðin svo stór og allt að gerast hjá mér!

Hafði yndislega helgi með pabba og co..

Kom svo til afa Magga og það var nú ekki leiðilegt! Enda sér hann ekki sólina fyrir mér...hehe

fimmtudagur, október 02, 2008

Snjórinn er kominn til Ak.

Matti: ég ætla sko í snjókast þegar ég kem upp í skóla..
Mamma: æðislegt en farðu varlega....
Matti: Mamma hvað helduru eigilega að ég sé...einhver villingur!!!

Greinilega ekki!