sunnudagur, febrúar 03, 2008

Váaaá hvað mamma er dugleg að skrifa!!

Það er búið að snjóa fyrir alla AFRÍKU hérna hjá okkur fyrir norðan. (AFI og Sonja þið megið alveg fá eitthvað af þessum snjó) Ekki það mér finnst nú alveg ótrúlega gaman að leika mér í honum og fara upp í fjall með Hilmari.
Svo er ég líka byrjaður í Íshokkí....besta að læra á allar vetraríþróttirnar meðan það er mögulegt! Læt ykkur vita hvernig gengur þegar lengra líður á..

Í janúar fórum við mamma og Hilmar í heimsókn til Ásdísar og Ragga. Fengum við öll að fara á sleða sem var nú bara meiriháttar. Ég fékk að prófa sleðan hans Elvars Goða og ég var svo spentur þegar við vorum búinir að ég náði ekki alveg að fara úr öllum fötunum til að komast á klósettið...úpps en það var bara svolítið fyndið!! hehe

Svo Kom Egill bróðir til okkar....og þið getið nú alveg trúað því það var rosa gaman eins og alltaf þegar við tveir erum saman. Það var farið í sveitina, sund og skíði....ekki leiðilegt.

Gullkornin síðustu mánuði hafa verið mörg...t.d.
Var ég mikið að spá í því hvort það væri ekki alveg öruggt að mamma myndi eignast stelpu en ekki strák þar sem ég kom úr henni og hún kom úr ömmu Tobbu. Þá gengur þetta bara ekki upp nema að mamma komi með stelpu og svo kemur strákur eftir það....Því að við strákarnari getum ekki séð um þetta...bara þið konurnar!!!

Talandi um prins ég lét nú Hilmar og mömmu alveg vita af því þegar við skiptum um herbergi að ég vildi alla þá mjúku kodda sem til voru og við gætum alveg notað þá hörðu!!! EF ég myndi nú ekki fá þá mjúku þá væru mamma og Hilmar í vondu málum....ég myndi bara sofa hjá þeim!!

Heyrumst bráðlega!!!
KNÚS og kossar...Matti

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

til hamingju með afmælið helga mín.
knús,
anna fálki :)

Helga D. Möller Magnúsdóttir sagði...

æji takk Anna mín...þetta tók á en ég hef Matta og Hilmar til sjúkra mig aftur til heilsu...hehe knús hafðu það rosalega gott.