miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Afmælisbarn dagsins er amma Tobba...


Fyrir 60 árum fæddist amma mín og var hún skírð Þorbjörg Möller. Ég ef reyndar aldrei hitt hana en það sem móðir mín hefur sagt mér af henni þá veit ég að hún var hún einstök og ljúf kona.
Ég veit að hefði elskað hana alveg rosaleg mikið .... einnig tala ég við hana mjög oft. Stundum held ég að hún stjórni veðrinu og finnst hún oft vera að stríða mér. Einnig held ég að ef ég findi lyftu sem fer nógu hátt upp þá gæti ég heimsókt hana, en það verður að bíða.

Elsku amma Tobba til hamingju með 60 ára afmælið þitt. Ég veit að þú ert að njóta dagsins uppi hjá Guði. Við söknum þín alveg rosalega mikið...(allavegna mamma).


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ó, elsku Helga mín og fjölskylda.
Innilega til hamingju með ömmu Tobbu.
Já, hún var sko falleg og góð og bara alveg fullkomin.
Ég fékk alveg tár í augun að sjá mynd af henni.
Hún hefur það án efa gott hjá Guði.
Ég sendi ykkur stórt knús og vona að þið hafið það gott.
Kærar kveðjur,
Anna gamla.

Nafnlaus sagði...

Æj sæta fjölskylda ég verð að taka undir með Önnu að ég fékk alveg tár í augun við að sjá myndina af henni Tobbu minni. Ég efast það ekki að hún fylgist með ykkur. Tobba var svo ljúf og góð og ekki hægt að eiga betri mömmu/vinkonu. Hún var þessi kona sem maður gat sagt allt. Hún var líka með svo fallegt bros, það ljómaði allt í kringum hana. Knús til ykkar allra og vona að þið hafið það sem allra best á Akureyri. P.s þú veist hvaðan þú hefur þetta elsku Helga mín! Hlakka svo til að sjá ykkur. Kiss kiss og knús