miðvikudagur, janúar 10, 2007

Skíðakennsla...


.....vitiði hvað, ég fór í mína fyrstu skíðakennslu í dag og ég var rosalega duglegur. Ég lærði fyrst að ganga á skíðunum bara venjulega, svo á hlið upp brekku og svo kom erfiðasti parturinn.....það var að læra að stopppppppppppppa! ( að fara í PIZZU ). Það gekk bara mjög vel hjá mér miðað við að þetta er nú bara í annað sinn sem ég hef farið á skíðin mín. En mamma mín var mjög stolt af mér og kennarinn (Linda) sagði að ég gæti alveg farið sjálfur um helgina í brekkuna "Töfrateppið" því að ég gæti alveg stoppað sjálfur og ég væri svo snöggur að læra á þetta!!!

Ég þarf bara að vera duglegur að æfa mig....þá kemur þetta allt saman.
"Þolinmæði þrautir vinnur allar"..... eitthvað sem við mæðginin könnumst við!!!hehehe

Engin ummæli: