þriðjudagur, nóvember 28, 2006

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Til hamingju með daginn amma Tobba.

Í dag hefði amma Tobba átt afmæli, hún hefði orðið 59 ára. Mig langar bara segja innilega til hamingju með daginn elsku besta amma og ef það væri til lyfta sem færi nógu hátt upp þá myndi ég koma og heimsækja þig!!

Þið sem þekktu ömmu vitið að hún var alveg einstök kona og skildi eftir margar góðar minningar handa okkur öllum.

Stórt knús og 1000 kossar til Sonju frænku og fjölskyldu!!
Stórt knús ot 1000 kossar til afa Magga!!

mánudagur, nóvember 20, 2006

Elvar Goði kom í heimsókn...

Um helgina kom Elvar Goði í heimsókn og gisti hjá mér sem var mikið sport. Hann kom á laugardeginum og við fórum þá að renna okkur á sleðunum okkar upp í Víkurskarði svo þegar við komum heim eldaði mamma hamborgara handa okkur og eftir það var horft á nýjustu Latibæa myndina....(ég var svo heppinn að mamma gaf mér hana fyrir að vera svo duglegur í vikunni að sofa í mínu rúmi og taka alltaf til í herberginu mínu!!...svona næstum því alltaf!!!)
Á sunnudeginum fórum við í bíó að sjá "SKÓARSTRÍÐ" og var það mjög gaman. Svo var farið heim og þar lékum við okkur þar til amma Elvars kom og sótti hann.

Takk fyrir yndislega helgi Elvar Goði...


fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Snjórkorn falla...

Þetta er nú alveg ótrúlegt veður hérna á Akureyri!
Það þarf nú ekki mikið til að vekja mig á morgnanna núna, ef ég veit að það er snjór úti þá er það nóg fyrir mig að hoppa á fætur og liggur við að ég hleyp út sofandi!
Ég var svo heppinn að hann afi gamli (Maggi) gaf mér sleða og hef ég verið út núna tvö kvöld að leika mér á honum.

Ég hef líka verið rosalega duglegur að hjálpa mömmu að skafa af bílnum og svo líka að moka frá honum.....heyrist þá í mér: mamma! það er verk að vinna núna.




laugardagur, nóvember 11, 2006

Reykjavík

Er núna í Reykjavík hjá pabba mínum og ég er svo heppin að Egill bróðir er líka þar (HANN ER NÚ LÍKA HÉTJA MÍN). Var mjög spenntur á fimmtudaginn síðasta þegar ég vissi að ég var að fara suður til að hitta pabba og líka að Jói bóndi ætlaði að keyra mig suður, jú sem er nú aðalbóndinn í bænum...hehe
Kem aftur norður á þriðjudagskvöldið með Ásdísi og Ragga sem verður nú heldur ekki leiðilegt, ég er svo heppin að eiga svona yndislegt fólk að til taka mig með..(hehe)

(mamma eitthvað að missa sig í væmni núna)...

Heyrumst í næstu viku hafið það sem allra best...knús og kossar!

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Snjór

Ég vaknaði einn morgunninn hérna á Akureyri og viti menn það var allt hvítt! Ég var nú ekki neitt smá ánægður og fljótur að koma mér á fætur til að fara í leikskólann.
Mamma var nú ekki alveg eins ánægð og þar sem hún vill bara helst að þetta sé í fjöllunum en ekki fyrir henni en hvað veit hún...hehehe
Málið var bara að þennan morgun þegar snjórinn kom þá var líka mikil hálka og hún mamma var ekki komin á nagladekk. Ég var nú ekki sáttur við það og fljótur að gefa henni góða yfirheyrslu um að það bara gengi nú alls ekki upp og að hún þyrfti nú að skipta um dekk og það STRAX!!.. Þegar við komum upp í leikskóla eftir að hafa keyrt á 1o km/hraða þá skipaði ég henni að hún ætti að koma gangandi til að sækja mig þar sem ég færi nú ekki inn í bílinn á sumardekkjum og hana NÚ!! Sem hún og gerði nema það ég gekk nú ekki heim, heldur rúllaði ég heim. Mér finnst bara þessi snjór alveg yndislegur!
Næsta dag(mamma komin á vetrardekk) þurfti mamma aðeins að fara fram og tilbaka til að komast yfir skafl og þá heyrðist í mínum: SKO mamma þú hefðir nú ekki geta þetta ef þú værir ennþá á sumardekkjum!

Snjórinn er farinn í bili og Ég er nú bara alls ekki sáttur við það en var svo heppin að um helgina þá kom hann pabbi minn og var hjá mér alla helgina. Við fórum í bíó, leikhúsið með Ásdísi og Elvari Goða. Einnig fór ég í sveitina að reka nokkra hesta með Simma. Þannig að það má segja að helgarnar með pabba eru nú alltaf mjög viðburðarríkar og skemmtilegar. Á meðan á öllu þessu stóð var mamma litla bara í skólanum að læra og læra. Ég var reyndar svo rosalega heppinn að fara í skólann á föstudeginum þegar ég var að bíða eftir pabba. Það var nú ekki neitt smá upplifun, ég fékk að sitja með mömmu og krökkunum sem eru með henni í hópavinnu og horfði á DVD mynd og sagði ekki orð á meðan. Mamma var líka ekki neitt smá stolt af mér, ég er svo þægur og góður strákur!
Heyrumst fljótlega knús og kossar Matti patti