
Svo fékk ég að vera aðeins lengur í bænum hjá pabba þar sem við bræður vorum nú ekki alveg til í að skiljast eftir einn dag, flaug svo norður aftur með Jóa bónda sem mér fannst nú ekki leiðilegt.

Á laugardagskvöldið fóru mamma og vinkonur hennar út að borða þar sem Hanna María átti afmæli og þá bættust 2 í viðbót og plús Ingbjörg barnapía...Ég var orðin svo ringlaður á öllum þessum stelpum að ég sagðist bara eiga þær allar sem kærustur nema að mamma mín væri bara mamma mín...
Um þessa helgi fór ég svo í Mývatnsveitina til Ragga og Ásdísar. Sem er nú alltaf bara eintóm gleði.... Raggi kom og sótti mig á stóra jeppanum á föstudaginn og svo kom mamma á laugardaginn og var að vinna um kvöldið og svo fórum við heim í dag (sunnudag)...Nú ligg ég steinsofandi upp í rúmi og alveg búinn eftir yndislega helgi...
